Páfinn er látinn 2. apríl 2005 00:01 Jóhannes Páll páfi annar er látinn 84 ára að aldri. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, tilkynnti þetta klukkan 19.37 að íslenskum tíma. Heilsu páfa hafði farið mjög hrakandi undanfarnar vikur. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með andardrátt. Hjarta- og nýrnabilun varð páfanum að aldurtila. Flaggað var í hálfa stöng um alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víðsvegar um heim. "Englarnir bjóða þig velkominn," var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins eftir að Navarro-Valls hafði tilkynnt um andlát páfans. Tugir ef ekki hundruð þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar. Margir grétu af sorg, bjöllur glumdu og sálmar voru sungnir. Síðar brutust út fagnaðarlæti en það er ítalskur siður að votta merkum mönnum virðingu með lófaklappi. Skipun Pólverjans Karol Wojtyla í páfastól 16. október 1978 markaði að ýmsu leyti tímamót hjá kaþólsku kirkjunni. Fyrir utan að vera fyrsti Pólverjinn á páfastóli var Wojtyla jafnframt sá páfi 20. aldar sem var langyngstur er honum hlotnaðist sá heiður. Hann var þá 58 ára. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Aðeins einn páfi hefur setið lengur, það var Píus IX. Jóhannes Páll páfi annar hafði átt við veikindi að stríða í fjöldamörg ár. Ristilkrabbameinsæxli var skorið úr honum árið 1992. Hann fór úr axlarlið árið 1993, lærleggsbrotnaði árið 1994 og botnlanginn var fjarlægður árið 1996. Árið 2001, er páfi var kominn á níræðisaldurinn, var staðfest að hann þjáðist af Parkinsonsveiki. Ekki er vitað hver mun taka við af Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardináli má ræða opinberlega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa. Andlát Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Pólland Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Jóhannes Páll páfi annar er látinn 84 ára að aldri. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, tilkynnti þetta klukkan 19.37 að íslenskum tíma. Heilsu páfa hafði farið mjög hrakandi undanfarnar vikur. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með andardrátt. Hjarta- og nýrnabilun varð páfanum að aldurtila. Flaggað var í hálfa stöng um alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víðsvegar um heim. "Englarnir bjóða þig velkominn," var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins eftir að Navarro-Valls hafði tilkynnt um andlát páfans. Tugir ef ekki hundruð þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar. Margir grétu af sorg, bjöllur glumdu og sálmar voru sungnir. Síðar brutust út fagnaðarlæti en það er ítalskur siður að votta merkum mönnum virðingu með lófaklappi. Skipun Pólverjans Karol Wojtyla í páfastól 16. október 1978 markaði að ýmsu leyti tímamót hjá kaþólsku kirkjunni. Fyrir utan að vera fyrsti Pólverjinn á páfastóli var Wojtyla jafnframt sá páfi 20. aldar sem var langyngstur er honum hlotnaðist sá heiður. Hann var þá 58 ára. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Aðeins einn páfi hefur setið lengur, það var Píus IX. Jóhannes Páll páfi annar hafði átt við veikindi að stríða í fjöldamörg ár. Ristilkrabbameinsæxli var skorið úr honum árið 1992. Hann fór úr axlarlið árið 1993, lærleggsbrotnaði árið 1994 og botnlanginn var fjarlægður árið 1996. Árið 2001, er páfi var kominn á níræðisaldurinn, var staðfest að hann þjáðist af Parkinsonsveiki. Ekki er vitað hver mun taka við af Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardináli má ræða opinberlega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa.
Andlát Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Pólland Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira