Í fangelsi í Noregi fyrir nauðgun
Fjörutíu og tveggja ára Íslendingur var í gær dæmdur í héraðsdómi Oslóar í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur samstarfskonum sínum á norskri ferju, sem þau unnu öll á, með viku millibili í janúar í fyrra. Sex mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. Þá er honum gert að greiða konunum samtals um eina milljón íslenskra króna í skaðabætur. Við yfirheyrslur í fyrra hélt hann fram sakleysi sínu og sagðist hafa átt samræði við konurnar með vilja þeirra.