Milliríkjadeilur í miðborginni 30. mars 2005 00:01 Rússneski sendiherrann hefur virt að vettugi tilmæli borgaryfirvalda um að stöðva umfangsmiklar framkvæmdir á lóð sendiráðsins við Garðastræti í miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið er að reisa 400 fermetra, sjö metra hátt hús, með sprengjuheldri viðbyggingu sem nota á til að opna póst. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, staðfesti að borgaryfirvöld hefðu fengið vitneskju um framkvæmdirnar eftir ábendingar frá nágrönnum í desember. "Rússarnir byrjuðu á verkinu í óleyfi því þeir töldu sig ekki þurfa að fara að íslenskum lögum, sem er ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki sótt um byggingarleyfi og því fór ég fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar," segir Magnús. Hann staðfestir að Rússarnir hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Lóð sendiráðsins er rússneskt yfirráðasvæði og því hafa íslensk yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á lóðina. "Utanríkismálaráðuneytið hefur haft milligöngu í málinu og fylgst með því ef til vandræða kemur, en það getur alveg orðið," segir Magnús. Nágrannar sendiráðsins eru ósáttir við bygginguna og telja húsið svo stórt og fyrirferðarmikið að það muni fylla upp í baklóðina. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og byggingarnefndar á miðvikudag. "Ef byggingarleyfi verður ekki veitt verða Rússarnir að fjarlægja það sem þegar hefur verið reist. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og mun utanríkisráðuneytið því þurfa að taka þátt í að leysa málið," segir Magnús. Ef byggingarleyfi verður hins vegar veitt og nágrannar kæra það til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki líklegt að nefndin telji sér fært að úrskurða í málinu. "Ekki miðað við fyrri úrskurði nefndarinnar," segir Magnús. "Áður hafa þrjú mál komið til kasta nefndarinnar, tvö vegna bandaríska sendiráðsins og eitt vegna hins kínverska. Nefndin vísaði málunum frá á grundvelli svokallaðs úrlendisréttar, sem þýðir að nefndin telur sig ekki hafa lögsögu yfir lóðunum," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Rússneski sendiherrann hefur virt að vettugi tilmæli borgaryfirvalda um að stöðva umfangsmiklar framkvæmdir á lóð sendiráðsins við Garðastræti í miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið er að reisa 400 fermetra, sjö metra hátt hús, með sprengjuheldri viðbyggingu sem nota á til að opna póst. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, staðfesti að borgaryfirvöld hefðu fengið vitneskju um framkvæmdirnar eftir ábendingar frá nágrönnum í desember. "Rússarnir byrjuðu á verkinu í óleyfi því þeir töldu sig ekki þurfa að fara að íslenskum lögum, sem er ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki sótt um byggingarleyfi og því fór ég fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar," segir Magnús. Hann staðfestir að Rússarnir hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Lóð sendiráðsins er rússneskt yfirráðasvæði og því hafa íslensk yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á lóðina. "Utanríkismálaráðuneytið hefur haft milligöngu í málinu og fylgst með því ef til vandræða kemur, en það getur alveg orðið," segir Magnús. Nágrannar sendiráðsins eru ósáttir við bygginguna og telja húsið svo stórt og fyrirferðarmikið að það muni fylla upp í baklóðina. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og byggingarnefndar á miðvikudag. "Ef byggingarleyfi verður ekki veitt verða Rússarnir að fjarlægja það sem þegar hefur verið reist. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og mun utanríkisráðuneytið því þurfa að taka þátt í að leysa málið," segir Magnús. Ef byggingarleyfi verður hins vegar veitt og nágrannar kæra það til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki líklegt að nefndin telji sér fært að úrskurða í málinu. "Ekki miðað við fyrri úrskurði nefndarinnar," segir Magnús. "Áður hafa þrjú mál komið til kasta nefndarinnar, tvö vegna bandaríska sendiráðsins og eitt vegna hins kínverska. Nefndin vísaði málunum frá á grundvelli svokallaðs úrlendisréttar, sem þýðir að nefndin telur sig ekki hafa lögsögu yfir lóðunum," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira