Íbúum fækkar þrátt fyrir göng 23. mars 2005 00:01 Íbúum Ólafsfjarðar og Ísafjarðarbæjar heldur stöðugt áfram að fækka þrátt fyrir að göng hafi verið gerð og samgöngur bættar. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram að bættar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðir landsins en tölfræðin sýnir annað. Því hefur löngum verið haldið fram að jarðgöng á Íslandi efli þær byggðir sem ganganna njóta og að slíkar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðirnar. Þessu var síðast haldið fram um síðustu helgi þegar tilkynnt var að lagning Héðinsfjarðarganga hæfist á næsta ári. Tölur um þróun íbúafjölda benda hins vegar ekki til þess að jarðgöng hægi nokkuð á flótta fólks frá hinum dreifðari byggðum. Ef litið er til þróunar íbúafjölda Ólafsfjarðar síðan Múlagöng voru opnuð árið 1991 má sjá að íbúum þar í bæ hefur fækkað um rúm 16 prósent síðan þá. Sé litið til þess að Íslendingum hefur í heild fjölgað um rúm 13 prósent á sama tíma má segja að íbúar Ólafsfjarðar ættu að vera rúmlega 1300 í dag til að halda í við fjölgun Íslendinga en þeir eru í dag tæplega eitt þúsund. Þetta þýðir því í raun 26 prósenta fækkun. Vestfjarðagöng voru opnuð árið 1996. Frá 1991 til 96 fækkaði íbúum þeirra byggðarlaga sem nú mynda Ísafjarðarbæ um 5 prósent eða um eitt prósent á ári. Frá opnun ganganna, 1996 til 2004, hefur þeim fækkað um rúm 8 prósent eða um eitt prósent á ári. Göngin hafa því ekkert hægt á þessari þróun. Frá 1996 hefur landsmönnum fjölgað um tæp 9 prósent og sé sú fjölgun tekin með í reikninginn hefur íbúum Ísafjarðarbæjar fækkað um 16 prósent á átta árum miðað við þá íbúatölu sem þar ætti að vera til að halda í við þróun íbúafjölda á Íslandi. Hvort fólksflóttinn og fækkun hafði orðið meiri eða minni án þessara jarðganga skal ósagt látið. Tölfræðin sýnir okkur þó að jarðgöng ein og sér stöðva ekki fólksflóttann af landsbyggðinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Íbúum Ólafsfjarðar og Ísafjarðarbæjar heldur stöðugt áfram að fækka þrátt fyrir að göng hafi verið gerð og samgöngur bættar. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram að bættar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðir landsins en tölfræðin sýnir annað. Því hefur löngum verið haldið fram að jarðgöng á Íslandi efli þær byggðir sem ganganna njóta og að slíkar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðirnar. Þessu var síðast haldið fram um síðustu helgi þegar tilkynnt var að lagning Héðinsfjarðarganga hæfist á næsta ári. Tölur um þróun íbúafjölda benda hins vegar ekki til þess að jarðgöng hægi nokkuð á flótta fólks frá hinum dreifðari byggðum. Ef litið er til þróunar íbúafjölda Ólafsfjarðar síðan Múlagöng voru opnuð árið 1991 má sjá að íbúum þar í bæ hefur fækkað um rúm 16 prósent síðan þá. Sé litið til þess að Íslendingum hefur í heild fjölgað um rúm 13 prósent á sama tíma má segja að íbúar Ólafsfjarðar ættu að vera rúmlega 1300 í dag til að halda í við fjölgun Íslendinga en þeir eru í dag tæplega eitt þúsund. Þetta þýðir því í raun 26 prósenta fækkun. Vestfjarðagöng voru opnuð árið 1996. Frá 1991 til 96 fækkaði íbúum þeirra byggðarlaga sem nú mynda Ísafjarðarbæ um 5 prósent eða um eitt prósent á ári. Frá opnun ganganna, 1996 til 2004, hefur þeim fækkað um rúm 8 prósent eða um eitt prósent á ári. Göngin hafa því ekkert hægt á þessari þróun. Frá 1996 hefur landsmönnum fjölgað um tæp 9 prósent og sé sú fjölgun tekin með í reikninginn hefur íbúum Ísafjarðarbæjar fækkað um 16 prósent á átta árum miðað við þá íbúatölu sem þar ætti að vera til að halda í við þróun íbúafjölda á Íslandi. Hvort fólksflóttinn og fækkun hafði orðið meiri eða minni án þessara jarðganga skal ósagt látið. Tölfræðin sýnir okkur þó að jarðgöng ein og sér stöðva ekki fólksflóttann af landsbyggðinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira