Báru ljúgvitni um nauðgun 21. mars 2005 00:01 MYND/Vísir Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni. Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni. Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira