Báru ljúgvitni um nauðgun 21. mars 2005 00:01 MYND/Vísir Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni. Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni. Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira