Smyglaði kókaíni undir hárkollu 18. mars 2005 00:01 Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Konan var að koma frá Amsterdam og var tekin í skoðun að því er virðist fyrir tilviljun en ekkert fannst í farangri hennar við leit. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þá hafi árvökull tollvörður ákveðið að þreifa á hári konunnar og þá hafi styrkst þær grunsemdir að ekki væri allt með felldu. Hár konunnar var túperað og uppsett á óvenjulegan hátt og hún viðurkenndi við þreifingar tollvarðarins að vera með hárkollu. Jóhann segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfarið og hún hafi farið með konuna í bæinn. Ekki hafi verið auðvelt að komast að efninu því hárkollan hafi verið saumuð föst við höfuðið á henni. Það hafi ekki verið fyrr en mennirnir hafi verið búnir að taka hárkolluna af konunni og skoða hana enn betur að í ljós hafi komið að þar voru falin fíkniefni. Og það ekkert smáræði. Margar pakkningar af fíkniefnum voru festar innan á hárkolluna, samtals hátt í 800 grömm af kókaíni. Jóhann segir að löggæslumenn hafi oft orðið undrandi yfir smyglleiðum fólks en aldrei eins og í þessu tilviki. Hann telji að þetta sé ein sú ósvífnasta og jafnframt sú djarfasta tilraun sem gerð hafi verið til að smygla fíkniefnum til landsins. Aðspurður hvort bíræfninni séu engin takmörk sett segir Jóhann að þetta mál sýni að mönnum sé ekkert heilagt. Hann segir enn fremur að þessum upplýsingum verði miðlað til erlendra starfsbræðra því hann viti að þetta muni vekja athygli. Hann sé sannfærður um að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins en Jóhann segir liggja fyrir að konan hafi ekki verið ein að verki og nú sé vitorðsmanna hennar leitað. Hann segir verðmæti efnisins fara eftir hreinleika þess en það sé einhvers staðar á bilinu tólf til þrjátíu milljónir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl. Konan var að koma frá Amsterdam og var tekin í skoðun að því er virðist fyrir tilviljun en ekkert fannst í farangri hennar við leit. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að þá hafi árvökull tollvörður ákveðið að þreifa á hári konunnar og þá hafi styrkst þær grunsemdir að ekki væri allt með felldu. Hár konunnar var túperað og uppsett á óvenjulegan hátt og hún viðurkenndi við þreifingar tollvarðarins að vera með hárkollu. Jóhann segir að lögregla hafi verið kölluð til í kjölfarið og hún hafi farið með konuna í bæinn. Ekki hafi verið auðvelt að komast að efninu því hárkollan hafi verið saumuð föst við höfuðið á henni. Það hafi ekki verið fyrr en mennirnir hafi verið búnir að taka hárkolluna af konunni og skoða hana enn betur að í ljós hafi komið að þar voru falin fíkniefni. Og það ekkert smáræði. Margar pakkningar af fíkniefnum voru festar innan á hárkolluna, samtals hátt í 800 grömm af kókaíni. Jóhann segir að löggæslumenn hafi oft orðið undrandi yfir smyglleiðum fólks en aldrei eins og í þessu tilviki. Hann telji að þetta sé ein sú ósvífnasta og jafnframt sú djarfasta tilraun sem gerð hafi verið til að smygla fíkniefnum til landsins. Aðspurður hvort bíræfninni séu engin takmörk sett segir Jóhann að þetta mál sýni að mönnum sé ekkert heilagt. Hann segir enn fremur að þessum upplýsingum verði miðlað til erlendra starfsbræðra því hann viti að þetta muni vekja athygli. Hann sé sannfærður um að sjaldan sé ein báran stök í þessum efnum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins en Jóhann segir liggja fyrir að konan hafi ekki verið ein að verki og nú sé vitorðsmanna hennar leitað. Hann segir verðmæti efnisins fara eftir hreinleika þess en það sé einhvers staðar á bilinu tólf til þrjátíu milljónir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira