Erum við sóðar? Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2005 00:01 Þegar stórsöngvarinn Placido Domingo yfirgaf landið okkar fyrir örfáum dögum eftir að hafa stigið á það fæti í fyrsta sinn dró hann andann djúpt og dásamaði landið fyrir hreinleika sinn og kyrrð. Nokkuð sem við Íslendingar viljum alveg örugglega heyra og trúa. Nú skulum við ekki ætla þessum dáða listamanni að fara með meðvituð falsyrði en ósjálfrátt varð manni hugsað til þess hvort hann væri nokkuð farinn að tapa sjón. Því þegar gengið er um stíga og ekið um stræti höfuðborgarinnar og nágrenni hennar þá blasir víða við þvílíkur sægur af rusli að til háborinnar skammar verður að teljast. Áratuga gamlar sögur sem maður heyrði um ruslið sem birtist í byggð á Grænlandi þegar snjóa leysir á vorin koma manni ósjálfrátt í hug en þar hafa menn þó þá afsökun að snjórinn hylur ósómann yfir veturinn og sorphirðan er efiðleikum bundin. Hér er ekki því til að dreifa. Snjórinn sem heilsaði um jól kvaddi í janúar. Við höfum því ekkert slíkt okkur til málsbóta heldur er eingöngu um að kenna sinnuleysi okkar um nánasta umhverfi og undarlegri stefnu borgarinnar í hreinsunarmálum. Verst er ástandið í grennd við söluturna og byggingarsvæði. Þar hafa plastumbúðir fengið að feykjast um eftir því sem vindar hafa blásið og virðast eiga að bíða þar eftir vorinu og unglingunum í bæjarvinnunni. Sem minnir á að sumsstaðar úti á landi hefur sá siður viðgengist að skólabörn úr ákveðnum bekkjum hafi ruslatínslu sem fjáröflunarstarf sem innt er af hendi á laugardagsmorgnum í hverri viku. Nokkuð sem væri hugsanlega hægt að taka upp í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og gera að bæði uppeldislegum þætti og umhverfisvænum. Minnumst gömlu slagorðanna, götur eru ekki ruslafötur og hrein torg - fögur borg og förum eftir þeim. Það er ánægjulegt þegar erlendir gestir eins og Placido Domingo fara lofsamlegum orðum um landið okkar og heita því að koma aftur til að njóta hreinleika þess og annarra dásemda. Látum hann og aðra í sömu erindagjörðum ekki koma fýluferð. Tökum til. gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þegar stórsöngvarinn Placido Domingo yfirgaf landið okkar fyrir örfáum dögum eftir að hafa stigið á það fæti í fyrsta sinn dró hann andann djúpt og dásamaði landið fyrir hreinleika sinn og kyrrð. Nokkuð sem við Íslendingar viljum alveg örugglega heyra og trúa. Nú skulum við ekki ætla þessum dáða listamanni að fara með meðvituð falsyrði en ósjálfrátt varð manni hugsað til þess hvort hann væri nokkuð farinn að tapa sjón. Því þegar gengið er um stíga og ekið um stræti höfuðborgarinnar og nágrenni hennar þá blasir víða við þvílíkur sægur af rusli að til háborinnar skammar verður að teljast. Áratuga gamlar sögur sem maður heyrði um ruslið sem birtist í byggð á Grænlandi þegar snjóa leysir á vorin koma manni ósjálfrátt í hug en þar hafa menn þó þá afsökun að snjórinn hylur ósómann yfir veturinn og sorphirðan er efiðleikum bundin. Hér er ekki því til að dreifa. Snjórinn sem heilsaði um jól kvaddi í janúar. Við höfum því ekkert slíkt okkur til málsbóta heldur er eingöngu um að kenna sinnuleysi okkar um nánasta umhverfi og undarlegri stefnu borgarinnar í hreinsunarmálum. Verst er ástandið í grennd við söluturna og byggingarsvæði. Þar hafa plastumbúðir fengið að feykjast um eftir því sem vindar hafa blásið og virðast eiga að bíða þar eftir vorinu og unglingunum í bæjarvinnunni. Sem minnir á að sumsstaðar úti á landi hefur sá siður viðgengist að skólabörn úr ákveðnum bekkjum hafi ruslatínslu sem fjáröflunarstarf sem innt er af hendi á laugardagsmorgnum í hverri viku. Nokkuð sem væri hugsanlega hægt að taka upp í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og gera að bæði uppeldislegum þætti og umhverfisvænum. Minnumst gömlu slagorðanna, götur eru ekki ruslafötur og hrein torg - fögur borg og förum eftir þeim. Það er ánægjulegt þegar erlendir gestir eins og Placido Domingo fara lofsamlegum orðum um landið okkar og heita því að koma aftur til að njóta hreinleika þess og annarra dásemda. Látum hann og aðra í sömu erindagjörðum ekki koma fýluferð. Tökum til. gun@frettabladid.is
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun