Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur 11. mars 2005 00:01 Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari við dómstólinn á Reykjanesi sagði í dómi sínum í febrúar að sýslumannsembættið í Hafnarfirði hefði bæði brotið lög og mannréttindi með því að draga í fjórtán mánuði að gefa út ákærur á hendur tveimur piltum fyrir innbrot. Þessi dráttur er óhæfilegur og óútskýrður, sagði dómarinn, og frestaði refsingu yfir piltunum. Stuttu síðar var karlmanni var í Hæstarétti dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út af lögreglunni í Reykjavík. Og ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ríkissaksóknari sagði af þessu tilefni í fréttum Stöðvar 2 að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Dómsmálaráðherra sagði óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fái þó ekki meira fé. Nú hefur enn eitt málið komið upp og var það til meðferðar í Hafnarfirði. 21 árs gamall piltur var ákærður fyrir að hafa með öðrum brotist inn á heimili í Garðabæ og stolið verðmætum sem námu rúmum tveimur milljónum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði 20. nóvember 2002 og gekkst við brotinu. Rannsókn málsins lauk í janúar 2003. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004, einu ári og níu mánuðum seinna. Hæstiréttur segir þennan drátt á rannsóknarstigi vítaverðan. Engar skýringar hafi komið fram og telja dómararnir að þetta brjóti gegn lögum um meðferð sakamála og sé í andstöðu við stjórnarskrá þar sem segir að allir hafi rétt á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður er héraðsdómur látinn standa óraskaður. Maðurinn er hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir þjófnað og fékk nú fimm mánaða fangelsi. Ekki náðist í sýslumanninn í Hafnarfirði, Guðmund Sophusson, fyrir fréttir. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Héraðsdómari við dómstólinn á Reykjanesi sagði í dómi sínum í febrúar að sýslumannsembættið í Hafnarfirði hefði bæði brotið lög og mannréttindi með því að draga í fjórtán mánuði að gefa út ákærur á hendur tveimur piltum fyrir innbrot. Þessi dráttur er óhæfilegur og óútskýrður, sagði dómarinn, og frestaði refsingu yfir piltunum. Stuttu síðar var karlmanni var í Hæstarétti dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út af lögreglunni í Reykjavík. Og ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ríkissaksóknari sagði af þessu tilefni í fréttum Stöðvar 2 að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Dómsmálaráðherra sagði óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fái þó ekki meira fé. Nú hefur enn eitt málið komið upp og var það til meðferðar í Hafnarfirði. 21 árs gamall piltur var ákærður fyrir að hafa með öðrum brotist inn á heimili í Garðabæ og stolið verðmætum sem námu rúmum tveimur milljónum. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Hafnarfirði 20. nóvember 2002 og gekkst við brotinu. Rannsókn málsins lauk í janúar 2003. Eftir þetta gerðist ekkert í málinu fyrr en lögreglustjórinn í Hafnarfirði gaf út ákæru 1. september 2004, einu ári og níu mánuðum seinna. Hæstiréttur segir þennan drátt á rannsóknarstigi vítaverðan. Engar skýringar hafi komið fram og telja dómararnir að þetta brjóti gegn lögum um meðferð sakamála og sé í andstöðu við stjórnarskrá þar sem segir að allir hafi rétt á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Samt sem áður er héraðsdómur látinn standa óraskaður. Maðurinn er hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir þjófnað og fékk nú fimm mánaða fangelsi. Ekki náðist í sýslumanninn í Hafnarfirði, Guðmund Sophusson, fyrir fréttir.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira