Ríkið hamlar endurmenntun 9. mars 2005 00:01 Ríkið hamlar endurmenntun íslenskra lækna, segir Bjarni Þór Eyvindsson formaður Félags unglækna. Hann er ekki sammála gagnrýni sem fram hefur komið á boðsferðir á vegum lyfjafyrirtækja og segir þær meðal þeirra leiða sem læknar hafi til að endurmennta sig og kynnast nýjungum í læknisfræði. Í grein Sigurðar Guðmundssonar landlæknis í nýútkomnu Læknablaði segir að áhugavert sé að fá fram hvað læknanemum hér á landi finnist um þessi mál. Landlæknir segir enn fremur í greininni, að það sé tilfinning margra að þeim læknum hérlendis fari fjölgandi, sem finnist samskipti lækna og lyfjafyrirtækja vera komin út fyrir allt velsæmi. "Mín persónulega skoðun er sú að þegar þessar ferðir eru í þeim tilgangi að menn eru að sækja sér endurmenntun þá er þetta í lagi, þótt setja megi stærra spurningamerki við einhverja auglýsingaráðstefnu hjá einu fyrirtæki," sagði Bjarni Þór. "Læknisfræðin gengur út á stöðuga öflun nýrra upplýsinga, þótt við nýtum ekki nema hluta af þeim, eftir að hafa metið þær til gagns fyrir okkur og okkar skjólstæðinga. Eins og staðan er í dag hafa menn séð gott tækifæri í þessum ferðum til að ná sér í endurmenntun," bætti hann við og kvaðst telja að sumir hefðu gengið of langt í gagnrýni sinni á boðsferðir, meðal annars með því að tala um "mútuferðir. "Ríkið hefur ekki komið til móts við lækna á Íslandi hvað varðar endurmenntun og símenntun, sem erfitt er að sinna hér vegna smæðar landsins," sagði Bjarni Þór. "Þetta hefur því verið einn af fáum möguleikum sem íslenskir læknar hafa átt til að sækja sér endurmenntun. Eins og kerfið er í dag eigum við rétt á að fara á eina ráðstefnu á ári á kostnað ríkisins samkvæmt kjarasamningum. Samkvæmt lögum er ríkið bundið því að gefa út sérlyfjaskrá fyrir lækna til að við vitum hvaða lyf eru á markaði. Síðasta skrá var gefin út fyrir 2002 og 2003. Ekki er boðið upp á nein námskeið til dæmis á endurmenntunarsviði Háskóla Íslands. Þetta sýnir hvernig ríkið býr að endurmenntun lækna og hefur fremur hamlandi áhrif heldur en hitt." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Ríkið hamlar endurmenntun íslenskra lækna, segir Bjarni Þór Eyvindsson formaður Félags unglækna. Hann er ekki sammála gagnrýni sem fram hefur komið á boðsferðir á vegum lyfjafyrirtækja og segir þær meðal þeirra leiða sem læknar hafi til að endurmennta sig og kynnast nýjungum í læknisfræði. Í grein Sigurðar Guðmundssonar landlæknis í nýútkomnu Læknablaði segir að áhugavert sé að fá fram hvað læknanemum hér á landi finnist um þessi mál. Landlæknir segir enn fremur í greininni, að það sé tilfinning margra að þeim læknum hérlendis fari fjölgandi, sem finnist samskipti lækna og lyfjafyrirtækja vera komin út fyrir allt velsæmi. "Mín persónulega skoðun er sú að þegar þessar ferðir eru í þeim tilgangi að menn eru að sækja sér endurmenntun þá er þetta í lagi, þótt setja megi stærra spurningamerki við einhverja auglýsingaráðstefnu hjá einu fyrirtæki," sagði Bjarni Þór. "Læknisfræðin gengur út á stöðuga öflun nýrra upplýsinga, þótt við nýtum ekki nema hluta af þeim, eftir að hafa metið þær til gagns fyrir okkur og okkar skjólstæðinga. Eins og staðan er í dag hafa menn séð gott tækifæri í þessum ferðum til að ná sér í endurmenntun," bætti hann við og kvaðst telja að sumir hefðu gengið of langt í gagnrýni sinni á boðsferðir, meðal annars með því að tala um "mútuferðir. "Ríkið hefur ekki komið til móts við lækna á Íslandi hvað varðar endurmenntun og símenntun, sem erfitt er að sinna hér vegna smæðar landsins," sagði Bjarni Þór. "Þetta hefur því verið einn af fáum möguleikum sem íslenskir læknar hafa átt til að sækja sér endurmenntun. Eins og kerfið er í dag eigum við rétt á að fara á eina ráðstefnu á ári á kostnað ríkisins samkvæmt kjarasamningum. Samkvæmt lögum er ríkið bundið því að gefa út sérlyfjaskrá fyrir lækna til að við vitum hvaða lyf eru á markaði. Síðasta skrá var gefin út fyrir 2002 og 2003. Ekki er boðið upp á nein námskeið til dæmis á endurmenntunarsviði Háskóla Íslands. Þetta sýnir hvernig ríkið býr að endurmenntun lækna og hefur fremur hamlandi áhrif heldur en hitt."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira