Chelsea hefur harma að hefna 7. mars 2005 00:01 Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. "Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge," sagði Ronaldinho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðsins. "Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af," sagði Ronaldinho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska liðið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir höndum er erfitt. "Ég hef engar efasemdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik - það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli," sagði Ferguson. Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæmist áfram. "Ég held að þetta sé síðasti leikur okkur í Meistaradeildinni," sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. "Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skorum snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið," sagði Ismaël. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Sjá meira
Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. "Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge," sagði Ronaldinho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðsins. "Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af," sagði Ronaldinho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska liðið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir höndum er erfitt. "Ég hef engar efasemdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik - það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli," sagði Ferguson. Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæmist áfram. "Ég held að þetta sé síðasti leikur okkur í Meistaradeildinni," sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. "Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skorum snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið," sagði Ismaël.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Sjá meira