Barcelona nær átta stiga forskoti

Barcelona náði í gærkvöldi átta stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Osasuna á útivelli 1-0. Það var Samuel Eto´o sem skoraði sigurmarkið í leiknum á fertugustu mínútu. Erkifjendurnir í Real Madrid er í öðru sæti með 54 stig en liðið gerði jafntefli, 1-1, við Valencia á Mestalla, heimavelli Valencia. Pablo Aimar náði forystunni fyrir Valencia á 13. mínútu en Ronaldo jafnaði fyrir Real Madrid eftir tæpan hálftíma.