Grunur um skattsvik á stöðunum 5. mars 2005 00:01 Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Um 30 manns tóku þátt í aðgerðunum, 20 starfsmenn skattrannsóknarstjóra og 10 lögreglumenn sem gættu öryggis og aðstoðuðu við haldlagningu gagna. Grunur leikur á fíkniefnadreifingu sums staðar, vændisstarfsemi jafnvel og stórfelldum skattsvikum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að embættið standi fyrir átaki gegn svartri atvinnustarfsemi og hafi að þessu sinni valið þá atvinnugrein sem talin er mikil áhættuatvinnugrein. Aðgerðirnar hafi snúist um það að kanna hvort duldar rekstartekjur væri að finna á stöðunum og hvort starfsmenn fengju dulin laun, en oft fari þetta saman í þessum bransa. Skattrannsóknarstjóri segir of snemmt að segja til um árangur aðgerðanna. Hann segir aðspurður ekki hægt að segja til um um hversu mikla fjármuni sé að ræða á þessu stigi málsins og reyndar sé óvíst hvort embættið muni gefa það upp. Nú verði farið yfir þau gögn sem hald hafi verið lagt á og unnið úr þeim en það muni taka nokkra mánuði. Aðspurður hvort svikin nemi tugum eða hundruðum milljóna króna segist Skúli ekkert geta sagt til um það. Fíkniefnalögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Spurður hvort staðfestur grunur sé á því að vændi og fíkniefnasala sé stunduð á einhverjum staðanna segir Skúli að hann vilji ekki tjá sig um það en hann segir þó að ef eitthvað slíkt komi í ljós verði því beint til hlutaðeigandi yfirvalda. Hann segir lögreglumennina sem tóku þátt í aðgerðunum hafa fyrst og fremst verið starfsmönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts og til að tryggja að allt færi eðlilega fram. Þegar hann var inntur eftir því hvort starfsmönnunum hefði verið ógnað sagði Skúli að það hefði verið lítið um það, allt hefði gengið greiðlega fyrir sig og samkvæmt þeim áætlunum sem embættið hefði haft. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Um 30 manns tóku þátt í aðgerðunum, 20 starfsmenn skattrannsóknarstjóra og 10 lögreglumenn sem gættu öryggis og aðstoðuðu við haldlagningu gagna. Grunur leikur á fíkniefnadreifingu sums staðar, vændisstarfsemi jafnvel og stórfelldum skattsvikum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að embættið standi fyrir átaki gegn svartri atvinnustarfsemi og hafi að þessu sinni valið þá atvinnugrein sem talin er mikil áhættuatvinnugrein. Aðgerðirnar hafi snúist um það að kanna hvort duldar rekstartekjur væri að finna á stöðunum og hvort starfsmenn fengju dulin laun, en oft fari þetta saman í þessum bransa. Skattrannsóknarstjóri segir of snemmt að segja til um árangur aðgerðanna. Hann segir aðspurður ekki hægt að segja til um um hversu mikla fjármuni sé að ræða á þessu stigi málsins og reyndar sé óvíst hvort embættið muni gefa það upp. Nú verði farið yfir þau gögn sem hald hafi verið lagt á og unnið úr þeim en það muni taka nokkra mánuði. Aðspurður hvort svikin nemi tugum eða hundruðum milljóna króna segist Skúli ekkert geta sagt til um það. Fíkniefnalögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Spurður hvort staðfestur grunur sé á því að vændi og fíkniefnasala sé stunduð á einhverjum staðanna segir Skúli að hann vilji ekki tjá sig um það en hann segir þó að ef eitthvað slíkt komi í ljós verði því beint til hlutaðeigandi yfirvalda. Hann segir lögreglumennina sem tóku þátt í aðgerðunum hafa fyrst og fremst verið starfsmönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts og til að tryggja að allt færi eðlilega fram. Þegar hann var inntur eftir því hvort starfsmönnunum hefði verið ógnað sagði Skúli að það hefði verið lítið um það, allt hefði gengið greiðlega fyrir sig og samkvæmt þeim áætlunum sem embættið hefði haft.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira