Fimmtíu milljónir í hreinan óþarfa 2. mars 2005 00:01 Ofnotkun á strimlum sem notaðir eru í blóðsykursmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir króna á síðasta ári. Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að breyta reglugerð um hjálpartæki. Breytingarnar kveða meðal annars á um að sé fólk staðið að því að nota einnota hjálpartæki meira heldur en að eðli sjúkdómsins sem það er með gefur tilefni til að þurfi, þá er hægt að svipta viðkomandi endurgreiðsluskírteini frá Tryggingastofnun. Sé það gert þarf viðkomandi að sækja um í hvert einasta skipti til TR. Þetta segir Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. "Kostnaður vegna sykursýkisbúnaðar jókst mjög á síðasta ári vegna samkeppni sem greinilega var í gangi á þeim markaði," sagði hann. "Vegna þess var reglugerð breytt 1. desember. Eftir það var farið að hámarka fjölda þeirra sykursýkisstrimla, sem hluti af sjúklingahópnum getur nýtt sér. Þá var styrkur til kaupanna lækkaður um 15 prósent. Magnið af strimlunum sem fólk notar fer eftir því hve sykursýkin er á háu stigi og öðrum læknisfræðilegum atriðum." Blóðsykurmælar eru nauðsynlegir fyrir sykursjúka og eru blóðstrimlanir í þá niðurgreiddir af ríkinu um 80 - 90 prósent. Settur er blóðdropi á strimilinn, sem stungið er í mælinn og blóðsykursmagnið lesið af. Strimlarnir eru seldir í 50 stykkja pakkningum. Ef sjúklingur fær sér mæli þá þarf hann að nota strimla frá sama fyrirtæki. Ákveðinn lífaldur er á þeim. "Samkeppnin var orðin svo mikil að söluaðilar voru farnir að gefa sjúklingunum eftir sinn hlut í mælum og strimlum," sagði Kristján. "Sumir upplifðu það eins og þetta væri allt ókeypis og það varð til þess að auka enn á kaupin, en Tryggingastofnun þurfti alltaf að greiða sinn hlut." Gríðarleg aukning varð á útgjöldum Tryggingastofnunar á milli ára 2003 og 2004 vegna niðurgreiðslu blóðstrimlanna. Að sögn Kristjáns sýndi samanburður á tíu mánaða tímabili, frá janúar - október að liður sem heitir sprautu - og rannsóknarbúnaðir innan hjálpartækja hækkað um 60 prósent á milli ára, eða um 57 milljónir. Aukningin var að langmestu leyti vegna blóðsykursmæla og strimla í þá. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Ofnotkun á strimlum sem notaðir eru í blóðsykursmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir króna á síðasta ári. Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að breyta reglugerð um hjálpartæki. Breytingarnar kveða meðal annars á um að sé fólk staðið að því að nota einnota hjálpartæki meira heldur en að eðli sjúkdómsins sem það er með gefur tilefni til að þurfi, þá er hægt að svipta viðkomandi endurgreiðsluskírteini frá Tryggingastofnun. Sé það gert þarf viðkomandi að sækja um í hvert einasta skipti til TR. Þetta segir Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. "Kostnaður vegna sykursýkisbúnaðar jókst mjög á síðasta ári vegna samkeppni sem greinilega var í gangi á þeim markaði," sagði hann. "Vegna þess var reglugerð breytt 1. desember. Eftir það var farið að hámarka fjölda þeirra sykursýkisstrimla, sem hluti af sjúklingahópnum getur nýtt sér. Þá var styrkur til kaupanna lækkaður um 15 prósent. Magnið af strimlunum sem fólk notar fer eftir því hve sykursýkin er á háu stigi og öðrum læknisfræðilegum atriðum." Blóðsykurmælar eru nauðsynlegir fyrir sykursjúka og eru blóðstrimlanir í þá niðurgreiddir af ríkinu um 80 - 90 prósent. Settur er blóðdropi á strimilinn, sem stungið er í mælinn og blóðsykursmagnið lesið af. Strimlarnir eru seldir í 50 stykkja pakkningum. Ef sjúklingur fær sér mæli þá þarf hann að nota strimla frá sama fyrirtæki. Ákveðinn lífaldur er á þeim. "Samkeppnin var orðin svo mikil að söluaðilar voru farnir að gefa sjúklingunum eftir sinn hlut í mælum og strimlum," sagði Kristján. "Sumir upplifðu það eins og þetta væri allt ókeypis og það varð til þess að auka enn á kaupin, en Tryggingastofnun þurfti alltaf að greiða sinn hlut." Gríðarleg aukning varð á útgjöldum Tryggingastofnunar á milli ára 2003 og 2004 vegna niðurgreiðslu blóðstrimlanna. Að sögn Kristjáns sýndi samanburður á tíu mánaða tímabili, frá janúar - október að liður sem heitir sprautu - og rannsóknarbúnaðir innan hjálpartækja hækkað um 60 prósent á milli ára, eða um 57 milljónir. Aukningin var að langmestu leyti vegna blóðsykursmæla og strimla í þá.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira