Segir Gunnar skorta reynslu 1. mars 2005 00:01 Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið. Gunnar Örlygsson hefur nú sagt varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni stríð á hendur og ætlar að bjóða sig fram gegn honum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Formaður flokksins á allt eins von á hörðum slag en segir að fleiri geti jafnvel blandað sér í baráttuna. Gunnar sé efnilegur, ungur maður sem eigi marga góða kosti en hann sé hins vegar ungur og hefði mátt hugsa sig betur um. Aðspurður hvort Gunnar hafi ekki stuðning hans við framboðið segir Guðjón að hann standi með varaformanni sínum sem hann hafi starfað með og hann sjái enga ástæðu til annars. Gunnar Örlygsson afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl skömmu eftir að hann settist á þing. Hann þurfti að afplána þriggja mánaða dóm fyrir þessi brot í fangelsi en hefði getað greitt skuld sína við samfélagið með samfélagsþjónustu ef ekki hefði komið til gamalt umferðarlagabrot. Umferðarlagabrotið kom flokksforystunni í opna skjöldu og eins þegar fréttist að fiskistofustjóri hefði kært Gunnar Örlygsson árið 1999 til lögreglunnar í Keflavík fyrir nafnlausar hótanir. Gunnar hafði sett miða með hótunum undir þurrkuna á bifreið fiskistofustjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Lögreglan hafði þá fleiri minni háttar mál til rannsóknar á hendur Gunnari. Málin voru gömul því rannsókn hafði tafist í einhvern tíma þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í málinu, játning lá fyrir en brotið þótti ekki stórt. Frá ríkissaksóknara fást þær upplýsingar að öllum málum á hendur Gunnari Örlygssyni hafi lokið sumarið 2003. Spurður hvort mál Gunnars hafi skaðað flokkinn á sínum tíma segir Guðjón Arnar að neikvæð umræða um stjórnmálaflokka skaði þá alltaf eitthvað. Guðjón Arnar segist hafa spurt Gunnar um stöðu mála hans eftir að hann ákvað að fara fram í varaformanninnn. Hann hafi svarað því til að öll mál væru leyst. Hann fagni því að svo sé. Guðjón Arnar segir flokkinn ekki reka neina leyniþjónustu og því hafi orð manna verið tekin trúanleg þegar raðað hafi verið á lista fyrir síðustu alþingiskosningar. Sú spurning vaknar hvort raðað hefði verið öðruvísi á listana ef allt hefði legið fyrir strax í upphafi. Guðjón Arnar svarar því þannig til að ákvörðun um röð á framboðslista hafi verið tekin af allri sambandsstjórninni. Hans afstaða sé sú að skoða hefði mátt málin nánar en hann sé þó þar með ekki að segja að umferðarlagabrot hefðu ráðið þeirri ferð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið. Gunnar Örlygsson hefur nú sagt varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni stríð á hendur og ætlar að bjóða sig fram gegn honum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Formaður flokksins á allt eins von á hörðum slag en segir að fleiri geti jafnvel blandað sér í baráttuna. Gunnar sé efnilegur, ungur maður sem eigi marga góða kosti en hann sé hins vegar ungur og hefði mátt hugsa sig betur um. Aðspurður hvort Gunnar hafi ekki stuðning hans við framboðið segir Guðjón að hann standi með varaformanni sínum sem hann hafi starfað með og hann sjái enga ástæðu til annars. Gunnar Örlygsson afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl skömmu eftir að hann settist á þing. Hann þurfti að afplána þriggja mánaða dóm fyrir þessi brot í fangelsi en hefði getað greitt skuld sína við samfélagið með samfélagsþjónustu ef ekki hefði komið til gamalt umferðarlagabrot. Umferðarlagabrotið kom flokksforystunni í opna skjöldu og eins þegar fréttist að fiskistofustjóri hefði kært Gunnar Örlygsson árið 1999 til lögreglunnar í Keflavík fyrir nafnlausar hótanir. Gunnar hafði sett miða með hótunum undir þurrkuna á bifreið fiskistofustjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Lögreglan hafði þá fleiri minni háttar mál til rannsóknar á hendur Gunnari. Málin voru gömul því rannsókn hafði tafist í einhvern tíma þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í málinu, játning lá fyrir en brotið þótti ekki stórt. Frá ríkissaksóknara fást þær upplýsingar að öllum málum á hendur Gunnari Örlygssyni hafi lokið sumarið 2003. Spurður hvort mál Gunnars hafi skaðað flokkinn á sínum tíma segir Guðjón Arnar að neikvæð umræða um stjórnmálaflokka skaði þá alltaf eitthvað. Guðjón Arnar segist hafa spurt Gunnar um stöðu mála hans eftir að hann ákvað að fara fram í varaformanninnn. Hann hafi svarað því til að öll mál væru leyst. Hann fagni því að svo sé. Guðjón Arnar segir flokkinn ekki reka neina leyniþjónustu og því hafi orð manna verið tekin trúanleg þegar raðað hafi verið á lista fyrir síðustu alþingiskosningar. Sú spurning vaknar hvort raðað hefði verið öðruvísi á listana ef allt hefði legið fyrir strax í upphafi. Guðjón Arnar svarar því þannig til að ákvörðun um röð á framboðslista hafi verið tekin af allri sambandsstjórninni. Hans afstaða sé sú að skoða hefði mátt málin nánar en hann sé þó þar með ekki að segja að umferðarlagabrot hefðu ráðið þeirri ferð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Sjá meira