Krónan hefur kallað á stríð 28. febrúar 2005 00:01 Krónan tók nýja verðstefnu í gagnið um helgina, að sögn Hróars Björnssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hann sagði, að þar með hefði hún kallað á verðstríð sem væri komið til að vera. "Við ætlum ekkert að beygja okkur," sagði hann. "Samfara nýju verðstefnunni leggjum við áherslu á nauðsynjavörurnar. Við ætlum fyrst og fremst að vera með samkeppnishæfar vörur og vera mjög virk í samkeppninni." Hróar sagði, að hin nýja verðstefna hefði tekið gildi á laugardag. Krónan ætlaði sér að vera mjög nærri Bónus í verðum. "Við erum búnir að kalla á stríð," sagði hann. Spurður hvað þær lækkanir sem orðið hefðu í Krónunni um helgina myndu vega í matarkörfunni sagði Hróar að það lægi ekki nákvæmlega fyrir. "Við lækkuðum sumar vörur um allt að 25 prósent. Þannig voru mjólkurvörurnar keyrðar niður ásamt þurrvörunni." Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri í Bónusi sagði að neytendur hefðu getað treyst lágu vöruverði í Bónus - verslunum og þar yrði engin breyting á. "Bónus verður lægst eins og verið hefur. Krónan er að lækka örfáa vöruflokka og við munum bregðast við því. Við erum að skanna 1000 - 1500 vörunúmer hjá þeim á hverjum degi og þar munar í heildina yfir 16 prósentum hvað þeir eru dýrari heldur en Bónus" Hróar sagði að Krónumenn kæmu til með að verða mjög virkir í verðstríðinu. Þeim hefði verið tekið gríðarlega vel um helgina og þeir myndu halda ótrauðir áfram. Nettó mun einnig taka virkan þátt í verðstríðinu að sögn Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra. "Við fylgjum markaðinum eins og hann er hverju sinni," sagði hann. "Við höfum verið með lægstu verð í landinu, stundum ásamt með öðrum, og við ætlum okkur að halda því áfram. Við höfum fært til verð um á 6 - 800 liðum í síðustu viku, en breyttum áður verði á um það bil 100 liðum vikulega Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Krónan tók nýja verðstefnu í gagnið um helgina, að sögn Hróars Björnssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hann sagði, að þar með hefði hún kallað á verðstríð sem væri komið til að vera. "Við ætlum ekkert að beygja okkur," sagði hann. "Samfara nýju verðstefnunni leggjum við áherslu á nauðsynjavörurnar. Við ætlum fyrst og fremst að vera með samkeppnishæfar vörur og vera mjög virk í samkeppninni." Hróar sagði, að hin nýja verðstefna hefði tekið gildi á laugardag. Krónan ætlaði sér að vera mjög nærri Bónus í verðum. "Við erum búnir að kalla á stríð," sagði hann. Spurður hvað þær lækkanir sem orðið hefðu í Krónunni um helgina myndu vega í matarkörfunni sagði Hróar að það lægi ekki nákvæmlega fyrir. "Við lækkuðum sumar vörur um allt að 25 prósent. Þannig voru mjólkurvörurnar keyrðar niður ásamt þurrvörunni." Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri í Bónusi sagði að neytendur hefðu getað treyst lágu vöruverði í Bónus - verslunum og þar yrði engin breyting á. "Bónus verður lægst eins og verið hefur. Krónan er að lækka örfáa vöruflokka og við munum bregðast við því. Við erum að skanna 1000 - 1500 vörunúmer hjá þeim á hverjum degi og þar munar í heildina yfir 16 prósentum hvað þeir eru dýrari heldur en Bónus" Hróar sagði að Krónumenn kæmu til með að verða mjög virkir í verðstríðinu. Þeim hefði verið tekið gríðarlega vel um helgina og þeir myndu halda ótrauðir áfram. Nettó mun einnig taka virkan þátt í verðstríðinu að sögn Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra. "Við fylgjum markaðinum eins og hann er hverju sinni," sagði hann. "Við höfum verið með lægstu verð í landinu, stundum ásamt með öðrum, og við ætlum okkur að halda því áfram. Við höfum fært til verð um á 6 - 800 liðum í síðustu viku, en breyttum áður verði á um það bil 100 liðum vikulega
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira