Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB 27. febrúar 2005 00:01 Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Það er engu líkara en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á flokksþingi Framsóknarflokksins séu með sjö gíra aftur á bak eins og sagt var um ítalska herinn í Seinni heimsstyrjöld. Þeir hafa verið á hröðum flótta frá upphaflegri tillögu í fyrradag sem kvað á um að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður að ESB á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra yrðu bornar undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Í gær voru þeir reknir til baka með tillögu þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB, og að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða. Í morgun vonuðust menn til að sátt gæti náðst um tillögu þar sem sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar. Í morgun gerðist það hins vegar að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins til margra ára, stóð upp og lýsti algerri andstöðu við þennan texta. Evrópusinnarnir hafa því neyðst til að bakka enn einu sinni en á næstu mínútum er búist við að Evróputillaga með enn mildari orðalagi verði kynnt. Evrópusinnum innan Framsóknarflokksins virðist því ætla að mistakast að færa flokkinn nær aðildarviðræðum á þessu flokksþingi. Í tillögu um flugvallarmálið sem upphaflega var lögð fyrir þingið var hreinlega lagt til að innanlandsflugið ætti að færast til Keflavíkur. Nú stefnir í samkomulagstillögu um það að miðstöð innanlandsflugsins verði áfram í Vatnsmýri en flugvöllurinn gefi eftir land til annarrar starfsemi. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Það er engu líkara en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á flokksþingi Framsóknarflokksins séu með sjö gíra aftur á bak eins og sagt var um ítalska herinn í Seinni heimsstyrjöld. Þeir hafa verið á hröðum flótta frá upphaflegri tillögu í fyrradag sem kvað á um að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður að ESB á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra yrðu bornar undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Í gær voru þeir reknir til baka með tillögu þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB, og að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða. Í morgun vonuðust menn til að sátt gæti náðst um tillögu þar sem sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar. Í morgun gerðist það hins vegar að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins til margra ára, stóð upp og lýsti algerri andstöðu við þennan texta. Evrópusinnarnir hafa því neyðst til að bakka enn einu sinni en á næstu mínútum er búist við að Evróputillaga með enn mildari orðalagi verði kynnt. Evrópusinnum innan Framsóknarflokksins virðist því ætla að mistakast að færa flokkinn nær aðildarviðræðum á þessu flokksþingi. Í tillögu um flugvallarmálið sem upphaflega var lögð fyrir þingið var hreinlega lagt til að innanlandsflugið ætti að færast til Keflavíkur. Nú stefnir í samkomulagstillögu um það að miðstöð innanlandsflugsins verði áfram í Vatnsmýri en flugvöllurinn gefi eftir land til annarrar starfsemi.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira