Norðmenn fylgjast með flokksþingi 26. febrúar 2005 00:01 "Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, hringdi í mig í [fyrradag] og spurði hvort það væri rétt að við ætluðum að afgreiða tillögu á þessu þingi um að hefja aðildarviðræður á kjörtímabilinu. Hann sagði að það muni hafa mikil áhrif í Noregi ef Ísland tekur slíkt skref," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "EES-samningurinn er á margan hátt brothættur. Við erum þar í samvinnu við Norðmenn og Lichtenstein. Ef Norðmenn fara út stöndum við einir eftir með Lichtenstein og menn eru mjög viðkvæmir fyrir því hér á landi. Sama er uppi á teningnum í Noregi," sagði hann. Halldór sagði það hugsanlegt að Norðmenn hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á næsta kjörtímabili. "Við verðum að vera vel undir það búin og flokkurinn er að gera það. Það hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í Framsóknarflokknum í evrópumálum á nokkrum árum. Tillögurnar sem nú eru til umræðu komu úr grasrótinni og það kom mér mjög á óvart hversu langt þær gengu," sagði Halldór. "Við Íslendingar eigum að sýna frumkvæði í þessum málum, eigum ekki að taka ákvörðun vegna þess að Norðmenn hafi tekið ákvörðun heldur á eigin forsendum. Hins vegar er eðlilegt og rétt að við höfum náið samráð um það og við höfum ákveðið að gera það, Íslendingar og Norðmenn. Guðni Ágústsson sagði að Framsóknarflokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni til ESB og óttast að það muni kljúfa flokkinn ef samþykkt verður að hefja undirbúning að aðildarviðræðum. "Ég vil ekki ganga svo langt á þessu þingi. Ég vil halda friðinn innan Framsóknarflokksins og leyfa framsóknarmönnum að koma að þessum málum og ræða í sínum hópi og taka þá ákvörðun um það síðar," sagði Guðni. "Ég vara mjög við miklum átökum um evrópumálin í Framsóknarflokknum á þessu stigi. Við vitum að það er ekkert mál jafnviðkvæmt í dag á sviði íslenskrar stjórnmálaumræðu og aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna segi ég þegar við erum að skapa frið innan Framsóknarflokksins þá er mjög mikilvægt að við ályktum af skynsemi í þessu efni," sagði hann. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
"Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, hringdi í mig í [fyrradag] og spurði hvort það væri rétt að við ætluðum að afgreiða tillögu á þessu þingi um að hefja aðildarviðræður á kjörtímabilinu. Hann sagði að það muni hafa mikil áhrif í Noregi ef Ísland tekur slíkt skref," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "EES-samningurinn er á margan hátt brothættur. Við erum þar í samvinnu við Norðmenn og Lichtenstein. Ef Norðmenn fara út stöndum við einir eftir með Lichtenstein og menn eru mjög viðkvæmir fyrir því hér á landi. Sama er uppi á teningnum í Noregi," sagði hann. Halldór sagði það hugsanlegt að Norðmenn hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á næsta kjörtímabili. "Við verðum að vera vel undir það búin og flokkurinn er að gera það. Það hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í Framsóknarflokknum í evrópumálum á nokkrum árum. Tillögurnar sem nú eru til umræðu komu úr grasrótinni og það kom mér mjög á óvart hversu langt þær gengu," sagði Halldór. "Við Íslendingar eigum að sýna frumkvæði í þessum málum, eigum ekki að taka ákvörðun vegna þess að Norðmenn hafi tekið ákvörðun heldur á eigin forsendum. Hins vegar er eðlilegt og rétt að við höfum náið samráð um það og við höfum ákveðið að gera það, Íslendingar og Norðmenn. Guðni Ágústsson sagði að Framsóknarflokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni til ESB og óttast að það muni kljúfa flokkinn ef samþykkt verður að hefja undirbúning að aðildarviðræðum. "Ég vil ekki ganga svo langt á þessu þingi. Ég vil halda friðinn innan Framsóknarflokksins og leyfa framsóknarmönnum að koma að þessum málum og ræða í sínum hópi og taka þá ákvörðun um það síðar," sagði Guðni. "Ég vara mjög við miklum átökum um evrópumálin í Framsóknarflokknum á þessu stigi. Við vitum að það er ekkert mál jafnviðkvæmt í dag á sviði íslenskrar stjórnmálaumræðu og aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna segi ég þegar við erum að skapa frið innan Framsóknarflokksins þá er mjög mikilvægt að við ályktum af skynsemi í þessu efni," sagði hann.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira