Vilja undirbúa aðildarviðræður 26. febrúar 2005 00:01 Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksþing framsóknarmanna samþykki í dag ályktun um að hefja undirbúning aðildarviðræðna að Evrópusambandinu, samvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í ályktuninni kemur fram að vinna fari fram innan flokksins og að niðurstaða vinnunnar verði kynnt á næsta flokksþingi þar sem kosið yrði um hvort flokkurinn stefni að aðild eða ekki. Utanríkismálanefnd flokksins lauk við tillögu að ályktun í gær og mun í dag kynna hana flokksmönnum sem kjósa um ályktunina. Tillögurnar sem lagðar voru fram í upphafi þingsins miðuðu að því að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili. Þær tóku breytingum á flokksþinginu, enda brytu þær í bága við ríkisstjórnarsáttmálann, og þess í stað var lagt til að aðildarviðræður yrðu hafnar strax á næsta kjörtímabili. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar á þinginu í gær og voru formaður og varaformaður flokksins á öndverðum meiði í málinu. Halldór Ásgrímsson vill hefja undirbúning að hugsanlegum aðildarviðræðum en Guðni Ágústsson telur það ekki tímabært. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað um einn dag og var utanríkismálanefnd falið að komast að niðurstöðu. Samkvæmt heimildum blaðsins felast tillögurnar í málamiðlunum með því að fella meðal annars á brott úr fyrstu drögum ákvæði varðandi "óljósa stöðu og framtíð EES-samningsins". Hins vegar verði lýst yfir vilja við að ganga í ESB, það verði undirbúið og lagt undir næsta flokksþing. Halldór og Guðni voru ósammála um framtíð EES-samningsins og hagsmuni Íslands innan ESB. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hafi reynt mikið að ná fram betrumbótum á EES-samningnum, sem hafi ekki þróast eins og hann ætti að gera. "Það hefur ekki gengið vel og nú eru flokksmenn farnir að huga meira að hugsanlegri aðild," sagði Halldór. Guðni sagði að Íslendingar þurfi að halda vel utan um EES-samninginn. "Minn draumur snýr ekki að því að ganga í Evrópusambandið," sagði Guðni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksþing framsóknarmanna samþykki í dag ályktun um að hefja undirbúning aðildarviðræðna að Evrópusambandinu, samvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í ályktuninni kemur fram að vinna fari fram innan flokksins og að niðurstaða vinnunnar verði kynnt á næsta flokksþingi þar sem kosið yrði um hvort flokkurinn stefni að aðild eða ekki. Utanríkismálanefnd flokksins lauk við tillögu að ályktun í gær og mun í dag kynna hana flokksmönnum sem kjósa um ályktunina. Tillögurnar sem lagðar voru fram í upphafi þingsins miðuðu að því að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili. Þær tóku breytingum á flokksþinginu, enda brytu þær í bága við ríkisstjórnarsáttmálann, og þess í stað var lagt til að aðildarviðræður yrðu hafnar strax á næsta kjörtímabili. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar á þinginu í gær og voru formaður og varaformaður flokksins á öndverðum meiði í málinu. Halldór Ásgrímsson vill hefja undirbúning að hugsanlegum aðildarviðræðum en Guðni Ágústsson telur það ekki tímabært. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað um einn dag og var utanríkismálanefnd falið að komast að niðurstöðu. Samkvæmt heimildum blaðsins felast tillögurnar í málamiðlunum með því að fella meðal annars á brott úr fyrstu drögum ákvæði varðandi "óljósa stöðu og framtíð EES-samningsins". Hins vegar verði lýst yfir vilja við að ganga í ESB, það verði undirbúið og lagt undir næsta flokksþing. Halldór og Guðni voru ósammála um framtíð EES-samningsins og hagsmuni Íslands innan ESB. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hafi reynt mikið að ná fram betrumbótum á EES-samningnum, sem hafi ekki þróast eins og hann ætti að gera. "Það hefur ekki gengið vel og nú eru flokksmenn farnir að huga meira að hugsanlegri aðild," sagði Halldór. Guðni sagði að Íslendingar þurfi að halda vel utan um EES-samninginn. "Minn draumur snýr ekki að því að ganga í Evrópusambandið," sagði Guðni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira