Ekki aðildarviðræður við ESB 25. febrúar 2005 00:01 Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Framsóknarmenn mæta til flokksþings eftir óvenju mikil átök í flokknum að undanförnu. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar í yfirlitsræðu sinni í dag að sundraður flokkur gæti ekki búist við því að fá traust kjósenda og sagði afar mikilvægt að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu áður en haldið yrði heim á ný á sunnudag. Fyrir flokksþingið vöktu mesta athygli ályktunardrög um að hefja aðildarviðræður við ESB þegar á þessu kjörtímabili. Þessar hugmyndir skaut flokksformaðurinn á kaf á fyrsta degi. Hann telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þó sagði hann að framsóknarmenn eigi ekki að vera feimnir við að ræða málið fordómalaust í grasrótinni og á flokksþinginu því ákvörðun um aðild kunni að koma fyrr en seinna. Tillaga um að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur virðist ætla að vera eitt af hitamálum flokksþingsins. Þannig lýsti einn af fulltrúm Vestfirðinga, Magdalena Sigurðardóttir, vanþóknun sinni á henni og sömuleiðis andstöðu við áform stjórnvalda um að grunnnetið verði selt með Landssímanum. Halldór Ásgrímsson varði hins vegar löngum tíma í að verja þá stefnumörkun. Hann sagði að aðskilnaðurinn myndi skapa aukna óvissu um söluna og draga úr áhuga fjárfesta - og þar með lækka söluandvirði Símans. Halldór reyndi einnig að róa framsóknarmenn vegna hugmynda um einkavæðingu raforkugeirans og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvað verði um eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun til framtíðar. Hann kvaðst hafa ákveðið að stofna sérstaka nefnd innan flokksins um framtíðarskipan raforkumála. Halldór boðaði stórlækkun leikskólagjalda og fór þar inn á helsta kosningamál vinstri grænna í síðustu kosningum, en það var helst að forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að þeim flokki í dag. Guðni Ágústsson varaformaður sagði vinstri græna enn fasta á Kárahnjúkum og að þeir kynnu að verða úti í því gjörningaveðri því nú fari hnjúkaþeyr um Austurland; þar ríki sókn og bjartsýni. Á morgun munu ráðherrra flokksins sitja fyrir svörum. Flokksþinginu lýkur á sunnudag með afgreiðslu ályktana og kosningu forystumanna, en það er ekki búist við neinum breytingum. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Framsóknarmenn mæta til flokksþings eftir óvenju mikil átök í flokknum að undanförnu. Halldór Ásgrímsson sagði hins vegar í yfirlitsræðu sinni í dag að sundraður flokkur gæti ekki búist við því að fá traust kjósenda og sagði afar mikilvægt að menn kæmust að sameiginlegri niðurstöðu áður en haldið yrði heim á ný á sunnudag. Fyrir flokksþingið vöktu mesta athygli ályktunardrög um að hefja aðildarviðræður við ESB þegar á þessu kjörtímabili. Þessar hugmyndir skaut flokksformaðurinn á kaf á fyrsta degi. Hann telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þó sagði hann að framsóknarmenn eigi ekki að vera feimnir við að ræða málið fordómalaust í grasrótinni og á flokksþinginu því ákvörðun um aðild kunni að koma fyrr en seinna. Tillaga um að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur virðist ætla að vera eitt af hitamálum flokksþingsins. Þannig lýsti einn af fulltrúm Vestfirðinga, Magdalena Sigurðardóttir, vanþóknun sinni á henni og sömuleiðis andstöðu við áform stjórnvalda um að grunnnetið verði selt með Landssímanum. Halldór Ásgrímsson varði hins vegar löngum tíma í að verja þá stefnumörkun. Hann sagði að aðskilnaðurinn myndi skapa aukna óvissu um söluna og draga úr áhuga fjárfesta - og þar með lækka söluandvirði Símans. Halldór reyndi einnig að róa framsóknarmenn vegna hugmynda um einkavæðingu raforkugeirans og sagði að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvað verði um eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun til framtíðar. Hann kvaðst hafa ákveðið að stofna sérstaka nefnd innan flokksins um framtíðarskipan raforkumála. Halldór boðaði stórlækkun leikskólagjalda og fór þar inn á helsta kosningamál vinstri grænna í síðustu kosningum, en það var helst að forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að þeim flokki í dag. Guðni Ágústsson varaformaður sagði vinstri græna enn fasta á Kárahnjúkum og að þeir kynnu að verða úti í því gjörningaveðri því nú fari hnjúkaþeyr um Austurland; þar ríki sókn og bjartsýni. Á morgun munu ráðherrra flokksins sitja fyrir svörum. Flokksþinginu lýkur á sunnudag með afgreiðslu ályktana og kosningu forystumanna, en það er ekki búist við neinum breytingum.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira