Deilt um friðargæsluna 24. febrúar 2005 00:01 Alþingiskonur stjórnarandstöðunnar deildu hart á íslensku friðargæsluna í dag og sögðu hana skilgetið afkvæmi karla. Konum hefur fækkað í friðargæslunni enda verkefnaval hennar konum í óhag eins og ný skýrsla leiðir í ljós. Það voru nær einungis konur sem tóku þátt í umræðum á Alþingi í dag um hervæðinguna og karlmennskuandann sem svífur yfri vötnum í íslensku friðargæslunni. Þingkonur fengu óvæntan liðsauka í umræðunni þegar Davíð Oddsson lýsti yfir vilja sínum til að breyta áherslum í friðargæslunni þar sem 84 prósent friðargæsluliða eru karlar. Davíð sagði gagnrýnina réttmæta en að hann væri nýr í ráðuneytinu og verkefnin hefðu verið ákveðin í tíð fyrirrennara síns. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri - grænum, sagði að henni skildist á orðum utanríkisráðherra að von væri á að íslenska friðargæslan hætti að vera hið skilgetna afkvæmi karla og fengi nú að njóta samþættingar og jafnréttissjónarmiða eins ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gerði ráð fyrir. Davíð Odsson ítrekaði að lokum að utanríkisráðuneytið ætti að gæta jafnréttissjónarmiða til hins ýtrasta. Hitt væri hins vegar umhugsunarefni fyrir alla að verið væri að tala um að skipta liðinu nokkurn veginn eftir hlutverkunum og ef utanríkisráðherrann væri kona, sem hann yrði einn góðan veðurdag og vonandi fyrr en síðar, myndu konur eingöngu hafa tekið til máls á þinginu í dag. Það væri umhugsunarefni að liðsskiptingin í umræðunni væri ekki jafnari en raun bæri vitni. „Eigum við ekki að taka okkur á í þessum efnum,“ sagði Davíð að lokum við góðar undirtektir úr sal. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í nýrri könnun Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Sjá meira
Alþingiskonur stjórnarandstöðunnar deildu hart á íslensku friðargæsluna í dag og sögðu hana skilgetið afkvæmi karla. Konum hefur fækkað í friðargæslunni enda verkefnaval hennar konum í óhag eins og ný skýrsla leiðir í ljós. Það voru nær einungis konur sem tóku þátt í umræðum á Alþingi í dag um hervæðinguna og karlmennskuandann sem svífur yfri vötnum í íslensku friðargæslunni. Þingkonur fengu óvæntan liðsauka í umræðunni þegar Davíð Oddsson lýsti yfir vilja sínum til að breyta áherslum í friðargæslunni þar sem 84 prósent friðargæsluliða eru karlar. Davíð sagði gagnrýnina réttmæta en að hann væri nýr í ráðuneytinu og verkefnin hefðu verið ákveðin í tíð fyrirrennara síns. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri - grænum, sagði að henni skildist á orðum utanríkisráðherra að von væri á að íslenska friðargæslan hætti að vera hið skilgetna afkvæmi karla og fengi nú að njóta samþættingar og jafnréttissjónarmiða eins ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gerði ráð fyrir. Davíð Odsson ítrekaði að lokum að utanríkisráðuneytið ætti að gæta jafnréttissjónarmiða til hins ýtrasta. Hitt væri hins vegar umhugsunarefni fyrir alla að verið væri að tala um að skipta liðinu nokkurn veginn eftir hlutverkunum og ef utanríkisráðherrann væri kona, sem hann yrði einn góðan veðurdag og vonandi fyrr en síðar, myndu konur eingöngu hafa tekið til máls á þinginu í dag. Það væri umhugsunarefni að liðsskiptingin í umræðunni væri ekki jafnari en raun bæri vitni. „Eigum við ekki að taka okkur á í þessum efnum,“ sagði Davíð að lokum við góðar undirtektir úr sal.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í nýrri könnun Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Sjá meira