Orðlaus yfir sýknudómi 23. febrúar 2005 00:01 Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. "Ég vona bara að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentímetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. "Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig á þessu. Geng til sálfræðings og fór í fyrstu lítaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag," segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lítaaðgerða og hann sér ekki fram á þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Vonir standa til að allt að níutíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. "Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið," segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og segir að ef þær rannsóknir, ein eða fleiri, hefðu verið gerðar hefði það getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu meintan árásarmann segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver veitti leigubílstjóranum áverkann og með vísan til alvarlegra annmarka á rannsókn málsins sé óupplýst hver hafi veitt áverkann." Í sérákvæði þriðja dómarans segir að leigubílstjóranum og vitni sem var með árásarmanninum í för beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst sem sanni sekt árásarmannsins. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopninu ekki breyta neinu þar um. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. "Ég vona bara að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentímetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. "Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig á þessu. Geng til sálfræðings og fór í fyrstu lítaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag," segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lítaaðgerða og hann sér ekki fram á þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Vonir standa til að allt að níutíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. "Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið," segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og segir að ef þær rannsóknir, ein eða fleiri, hefðu verið gerðar hefði það getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu meintan árásarmann segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver veitti leigubílstjóranum áverkann og með vísan til alvarlegra annmarka á rannsókn málsins sé óupplýst hver hafi veitt áverkann." Í sérákvæði þriðja dómarans segir að leigubílstjóranum og vitni sem var með árásarmanninum í för beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst sem sanni sekt árásarmannsins. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopninu ekki breyta neinu þar um.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira