Orðlaus yfir sýknudómi 23. febrúar 2005 00:01 Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. "Ég vona bara að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentímetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. "Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig á þessu. Geng til sálfræðings og fór í fyrstu lítaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag," segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lítaaðgerða og hann sér ekki fram á þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Vonir standa til að allt að níutíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. "Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið," segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og segir að ef þær rannsóknir, ein eða fleiri, hefðu verið gerðar hefði það getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu meintan árásarmann segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver veitti leigubílstjóranum áverkann og með vísan til alvarlegra annmarka á rannsókn málsins sé óupplýst hver hafi veitt áverkann." Í sérákvæði þriðja dómarans segir að leigubílstjóranum og vitni sem var með árásarmanninum í för beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst sem sanni sekt árásarmannsins. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopninu ekki breyta neinu þar um. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. "Ég vona bara að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentímetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. "Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig á þessu. Geng til sálfræðings og fór í fyrstu lítaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag," segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lítaaðgerða og hann sér ekki fram á þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Vonir standa til að allt að níutíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. "Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið," segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og segir að ef þær rannsóknir, ein eða fleiri, hefðu verið gerðar hefði það getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu meintan árásarmann segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver veitti leigubílstjóranum áverkann og með vísan til alvarlegra annmarka á rannsókn málsins sé óupplýst hver hafi veitt áverkann." Í sérákvæði þriðja dómarans segir að leigubílstjóranum og vitni sem var með árásarmanninum í för beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst sem sanni sekt árásarmannsins. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopninu ekki breyta neinu þar um.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira