Barcelona með sjö stiga forystu

Barcelona hefur sjö stiga forystu á Real Madrid eftir leiki helgarinnar á Spáni. Barcelona er með 57 stig í fyrsta sæti en Real Madrid er í öðru sæti með 50 stig. Betis og Sevilla eru í 3.-4. sæti með 41 stig. Betis vann Deportivo, 2-0, en Sevilla tapaði á útivelli fyrir Real Sociedad, 1-0.