Dæmdur í 10 mánaða fangelsi 21. febrúar 2005 00:01 Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Konan sem maðurinn réðist á kjálkabrotnaði meðal annars og marðist á vinstri öxl og í andliti. Taldist brotið varða hegningarlög og var þess krafist í ákæru að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í einbýlishús í Kópavogi í júní í fyrra og stolið þaðan DVD-spilara og fyrir að brjótast inn í bifreið í Reykjavík og stolið þaðan sjónvarpstæki. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og þótti sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Maðurinn hefur áður hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot og fjórum sinnum fyrir líkamsmeiðingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti hæfileg refsing tíu mánaða fangelsi og var hann einnig dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna í skaðabætur. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness mann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi í morgun fyrir líkamsárás í Kópavogi um verslunarmannahelgina árið 2003. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með bjórflösku í andlitið þannig að sá féll í götuna og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og hlaut smábrot í augnbotni. Dómurinn taldi rétt að skilorðsbinda fangelsisdóminn í þrjú ár þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórtán mánuðum eftir að rannsókn þess lauk. Ástæðan var sú að ákærandi óskaði á sínum tíma eftir því að kæra yrði dregin til baka í ljósi þess að hann hefði náð samkomulagi við ákærða um að gera upp málið. Ákærði greiddi hins vegar ekki umsamdar skaðabætur og var kæran því tekin upp aftur. Auk fjögurra mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skaðabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Konan sem maðurinn réðist á kjálkabrotnaði meðal annars og marðist á vinstri öxl og í andliti. Taldist brotið varða hegningarlög og var þess krafist í ákæru að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í einbýlishús í Kópavogi í júní í fyrra og stolið þaðan DVD-spilara og fyrir að brjótast inn í bifreið í Reykjavík og stolið þaðan sjónvarpstæki. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og þótti sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Maðurinn hefur áður hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot og fjórum sinnum fyrir líkamsmeiðingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti hæfileg refsing tíu mánaða fangelsi og var hann einnig dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna í skaðabætur. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness mann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi í morgun fyrir líkamsárás í Kópavogi um verslunarmannahelgina árið 2003. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með bjórflösku í andlitið þannig að sá féll í götuna og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og hlaut smábrot í augnbotni. Dómurinn taldi rétt að skilorðsbinda fangelsisdóminn í þrjú ár þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórtán mánuðum eftir að rannsókn þess lauk. Ástæðan var sú að ákærandi óskaði á sínum tíma eftir því að kæra yrði dregin til baka í ljósi þess að hann hefði náð samkomulagi við ákærða um að gera upp málið. Ákærði greiddi hins vegar ekki umsamdar skaðabætur og var kæran því tekin upp aftur. Auk fjögurra mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skaðabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira