Segir seinagang óviðunandi 18. febrúar 2005 00:01 Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Karlmanni var í Hæstarétti í gær dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út. Í síðustu viku setti héraðsdómur ofan í við sýslumann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru og sagði það mannréttindabrot. Ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumanns. Ríkissaksóknari segir að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur haft þessi mál til skoðunar. Verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála skilaði skýrslu fyrir skömmu þar sem meðal annars er lagt til hvernig megi auka málshraða. Björn segir að þau atvik sem verið hafi til umræðu að undanförnu sýni að það sé ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út úr skýrslunni og vinna að framkvæmd hans í samvinnu við ríkissaksóknara. Aðspurður hvort það sé hægt án þess að auka fjárframlög til verkefnanna og sömuleiðis mannafla segir Björn að ekki sé gert ráð fyrir því í þeim athugunum sem dómsmálaráðuneytið sé með heldur sé þetta spurning um ákveðin vinnubrögð. Björn telur þannig nóg að endurskoða verklagið og að ef það þurfi að breyta lögum verði litið til þess líka. Hann segist ekki hafa kynnt sér hversu algengt það sé að dráttur á málum sé meira en eitt ár. Aðspurður hvort hann telji að gera þurfi eitthvað sérstaklega í þeim tilvikum sem nýlega hafi komið upp segir Björn að dómur hafi fallið í þeim málum og sýslumannsembættin taki til sín það sem dómararnir segi og það ætti að duga til þess að menn átti sig á því að í einstökum málum þurfi þeir að gæta þess sem dómararnir vísi til. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Karlmanni var í Hæstarétti í gær dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út. Í síðustu viku setti héraðsdómur ofan í við sýslumann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru og sagði það mannréttindabrot. Ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumanns. Ríkissaksóknari segir að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur haft þessi mál til skoðunar. Verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála skilaði skýrslu fyrir skömmu þar sem meðal annars er lagt til hvernig megi auka málshraða. Björn segir að þau atvik sem verið hafi til umræðu að undanförnu sýni að það sé ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út úr skýrslunni og vinna að framkvæmd hans í samvinnu við ríkissaksóknara. Aðspurður hvort það sé hægt án þess að auka fjárframlög til verkefnanna og sömuleiðis mannafla segir Björn að ekki sé gert ráð fyrir því í þeim athugunum sem dómsmálaráðuneytið sé með heldur sé þetta spurning um ákveðin vinnubrögð. Björn telur þannig nóg að endurskoða verklagið og að ef það þurfi að breyta lögum verði litið til þess líka. Hann segist ekki hafa kynnt sér hversu algengt það sé að dráttur á málum sé meira en eitt ár. Aðspurður hvort hann telji að gera þurfi eitthvað sérstaklega í þeim tilvikum sem nýlega hafi komið upp segir Björn að dómur hafi fallið í þeim málum og sýslumannsembættin taki til sín það sem dómararnir segi og það ætti að duga til þess að menn átti sig á því að í einstökum málum þurfi þeir að gæta þess sem dómararnir vísi til.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira