Reykingar og persónufrelsi Þórarinn Þórarinsson skrifar 18. febrúar 2005 00:01 Siv Friðleifsdóttir og þrjár aðrar þingkonur lögðu í vikunni fram frumvarp á Alþingi um að reykingar verði alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. Hún sagði frá því í sjónvarpsfréttum bæði RÚV og Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld að hún hefði ekki trú á að frumvarpið nyti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar þar sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hafi áður fallið frá að leggja fram samskonar frumvarp. Hún fór svo beint í lýðskrumsgírinn með málið þegar fréttamaður RÚV hafði eftir henni að hún vissi að málið nyti "víðtæks stuðnings" í þjóðfélaginu. Það má vel vera að eitthvað sé til í því hjá Siv enda blandast fáum hugur um að reykingar eru subbulegur ávani sem hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar bæði fyrir þá sem reykja og þá sem dvelja langdvölum innan um reykingafólk. Það réttlætir samt ekki að farið sé með lögum gegn ákveðnum hópi fólks eins og Siv hyggst gera með frumvarpi sínu og það að ríkisstjórnin skuli ekki styðja tillögu af þessu tagi bendir til þess að einhverjir úr ráðherraliðinu virði enn persónufrelsi og eignarrétt en frumvarpinu er stefnt gegn þeim mannréttindaþáttum. Það vekur athygli að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins taka ekki þátt í að leggja frumvarpið fram með Siv enda felst í raun afneitun á hugmyndinni að baki frumvarpinu í nöfnum beggja flokkanna. Undirritaður hætti nýlega að reykja og hefur upplifað magnaðar breytingar til hins betra, bæði á sál og líkama, en finnst þó enn af og frá að ætla að banna öðrum að njóta þessa fíkniefnis sem ríkið er með einkaleyfi á að selja þegnum sínum. Það er vitaskuld voðalega auðvelt að taka afstöðu gegn reykingum enda málstaðurinn vondur en þar sem málið snýst fyrst og fremst um frelsi og forræðishyggju má ekki rugla hlutunum saman og telja þá sem neita að styðja frumvarpið einhverja sérstaka stuðningsmenn reykinga. Það er líka galið að gera ráð fyrir því að þó meirihluti þjóðarinnar sé á móti reykingum sé hann tilbúinn til að fótum troða mannréttindi þeirra sem reykja. Fólk er á móti klamydíu en er ekkert endilega tilbúið til að hætta að stunda kynlíf eða banna þá athöfn með öllu. Fólk er almennt á móti offitu og kransæðasjúkdómum en fæstir myndu vilja banna sykur og rjóma með lögum. Fólki er almennt meinilla við loftmengun og annt um ósonlagð en það er örugglega ekki tilbúið til að banna einkabílinn.Reykingafrumvarp Sivjar er í raun stórhættulegt og verði það að lögum er komið ákveðið fordæmi og þá fíleflast þeir forræðishyggjuþingmenn sem vilja hefta sykurneyslu og ekki líður á löngu þar til sykurbannsfrumvarpið "með víðtækan stuðning þjóðarinnar" lítur dagsins ljós. Síðan verða, koll af kolli, allir þeir hlutir sem heilla fíkla bannaðir með lögum. Þar með talið væntanlega sjónvarp, spilakassar, kynlíf, Lottóið og Ídolið. Þeir sem eru á móti reykingum og eru tilbúnir til að styðja reykingafrumvarpið í blindni myndu örugglega sjá ljósið og hugsa sig tvisvar um ef það ætti að taka af þeim rjómann, Kókið og Prins Pólóið með lögum. thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir og þrjár aðrar þingkonur lögðu í vikunni fram frumvarp á Alþingi um að reykingar verði alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. Hún sagði frá því í sjónvarpsfréttum bæði RÚV og Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld að hún hefði ekki trú á að frumvarpið nyti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar þar sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hafi áður fallið frá að leggja fram samskonar frumvarp. Hún fór svo beint í lýðskrumsgírinn með málið þegar fréttamaður RÚV hafði eftir henni að hún vissi að málið nyti "víðtæks stuðnings" í þjóðfélaginu. Það má vel vera að eitthvað sé til í því hjá Siv enda blandast fáum hugur um að reykingar eru subbulegur ávani sem hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar bæði fyrir þá sem reykja og þá sem dvelja langdvölum innan um reykingafólk. Það réttlætir samt ekki að farið sé með lögum gegn ákveðnum hópi fólks eins og Siv hyggst gera með frumvarpi sínu og það að ríkisstjórnin skuli ekki styðja tillögu af þessu tagi bendir til þess að einhverjir úr ráðherraliðinu virði enn persónufrelsi og eignarrétt en frumvarpinu er stefnt gegn þeim mannréttindaþáttum. Það vekur athygli að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins taka ekki þátt í að leggja frumvarpið fram með Siv enda felst í raun afneitun á hugmyndinni að baki frumvarpinu í nöfnum beggja flokkanna. Undirritaður hætti nýlega að reykja og hefur upplifað magnaðar breytingar til hins betra, bæði á sál og líkama, en finnst þó enn af og frá að ætla að banna öðrum að njóta þessa fíkniefnis sem ríkið er með einkaleyfi á að selja þegnum sínum. Það er vitaskuld voðalega auðvelt að taka afstöðu gegn reykingum enda málstaðurinn vondur en þar sem málið snýst fyrst og fremst um frelsi og forræðishyggju má ekki rugla hlutunum saman og telja þá sem neita að styðja frumvarpið einhverja sérstaka stuðningsmenn reykinga. Það er líka galið að gera ráð fyrir því að þó meirihluti þjóðarinnar sé á móti reykingum sé hann tilbúinn til að fótum troða mannréttindi þeirra sem reykja. Fólk er á móti klamydíu en er ekkert endilega tilbúið til að hætta að stunda kynlíf eða banna þá athöfn með öllu. Fólk er almennt á móti offitu og kransæðasjúkdómum en fæstir myndu vilja banna sykur og rjóma með lögum. Fólki er almennt meinilla við loftmengun og annt um ósonlagð en það er örugglega ekki tilbúið til að banna einkabílinn.Reykingafrumvarp Sivjar er í raun stórhættulegt og verði það að lögum er komið ákveðið fordæmi og þá fíleflast þeir forræðishyggjuþingmenn sem vilja hefta sykurneyslu og ekki líður á löngu þar til sykurbannsfrumvarpið "með víðtækan stuðning þjóðarinnar" lítur dagsins ljós. Síðan verða, koll af kolli, allir þeir hlutir sem heilla fíkla bannaðir með lögum. Þar með talið væntanlega sjónvarp, spilakassar, kynlíf, Lottóið og Ídolið. Þeir sem eru á móti reykingum og eru tilbúnir til að styðja reykingafrumvarpið í blindni myndu örugglega sjá ljósið og hugsa sig tvisvar um ef það ætti að taka af þeim rjómann, Kókið og Prins Pólóið með lögum. thorarinn@frettabladid.is
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun