Ólögmæt handtaka á mótmælanda 17. febrúar 2005 00:01 Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Þann 15. júní árið 2002 var Einar Örn Eiðsson handtekinn við Geysi í Haukadal ásamt þremur félögum sínum. Þeir höfðu unnið sér það til saka að taka þátt í mótmælum vegna komu Kínaforseta til landsins. Mótmælin voru vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn meðlimum Falun Gong. Mennirnir voru handteknir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis, þeir settir inn í lögreglubíl og ekið á brott frá Geysi. Þeim var sleppt fimm stundarfjórðungum síðar. Í dóminum segir að mennirnir hafi verið á þeim stað sem mótmælendum var ætlað þegar handtakan fór fram, þeir hafi ekki brotið fyrirmæli lögreglunnar, enda engin fengið, og var handtakan gerð umsvifalaust og án nokkurs fyrirvara. Dómurinn segir að handtaka og frelsissvipting sé alvarleg aðgerð gegn persónu manna og að hana beri að forðast í lengstu lög. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og því hafi lögreglan með handtökunni brotið gegn lögum. Einar Örn fékk símtal og þrjú ógnandi sms-skilaboð úr síma lögreglumanns nokkrum dögum eftir handtökuna. Sá lögreglumaður þrætti fyrir það fyrir dómi að standa á bak við sendingarnar. Dóminum þótti skilaboðin þó þess efnis að þau hljóti að hafa verið send af lögreglumanni, hver svo sem hann hefur verið, eins og segir í dómi Héraðsdóms. Einar Örn segist telja að dómurinn komi til með að hafa fordæmisgildi um vinnubrögð lögreglunnar í framtíðinni.- Einari voru dæmdar 90 þúsund krónur í skaðabætur og segist hann ætla að láta það fé renna til einhvers góðs málefnis. Þrír félagar Einars sem handteknir voru við sama tækifæri höfðuðu einnig mál vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar og segir lögmaður þeirra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, allar líkur að þeir fái einnig bætur frá ríkinu því niðurstöður í einu máli gefi forsendur fyrir því að samkomulag á svipuðum nótum náist í hinum málunum. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Þann 15. júní árið 2002 var Einar Örn Eiðsson handtekinn við Geysi í Haukadal ásamt þremur félögum sínum. Þeir höfðu unnið sér það til saka að taka þátt í mótmælum vegna komu Kínaforseta til landsins. Mótmælin voru vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn meðlimum Falun Gong. Mennirnir voru handteknir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis, þeir settir inn í lögreglubíl og ekið á brott frá Geysi. Þeim var sleppt fimm stundarfjórðungum síðar. Í dóminum segir að mennirnir hafi verið á þeim stað sem mótmælendum var ætlað þegar handtakan fór fram, þeir hafi ekki brotið fyrirmæli lögreglunnar, enda engin fengið, og var handtakan gerð umsvifalaust og án nokkurs fyrirvara. Dómurinn segir að handtaka og frelsissvipting sé alvarleg aðgerð gegn persónu manna og að hana beri að forðast í lengstu lög. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og því hafi lögreglan með handtökunni brotið gegn lögum. Einar Örn fékk símtal og þrjú ógnandi sms-skilaboð úr síma lögreglumanns nokkrum dögum eftir handtökuna. Sá lögreglumaður þrætti fyrir það fyrir dómi að standa á bak við sendingarnar. Dóminum þótti skilaboðin þó þess efnis að þau hljóti að hafa verið send af lögreglumanni, hver svo sem hann hefur verið, eins og segir í dómi Héraðsdóms. Einar Örn segist telja að dómurinn komi til með að hafa fordæmisgildi um vinnubrögð lögreglunnar í framtíðinni.- Einari voru dæmdar 90 þúsund krónur í skaðabætur og segist hann ætla að láta það fé renna til einhvers góðs málefnis. Þrír félagar Einars sem handteknir voru við sama tækifæri höfðuðu einnig mál vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar og segir lögmaður þeirra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, allar líkur að þeir fái einnig bætur frá ríkinu því niðurstöður í einu máli gefi forsendur fyrir því að samkomulag á svipuðum nótum náist í hinum málunum.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira