Er þjóðin í afneitun? 10. febrúar 2005 00:01 Í nýjasta tölublaði Birtu er viðtal við Helgu Björnsdóttur mannfræðing sem varði þremur árum í félagsskap heimilislausra. Hún skrifaði svo mastersritgerð um málefnið. Þar kemur margt athyglisvert fram og greinilegt að heimilislausir eru hópur sem þjóðfélagið hefur gefist upp á. Kannski af því að þeir hafa tilhneigingu til að gefast upp sjálfir og lenda aftur í sama farinu eftir að hafa fengið það sem nánast er hægt að kalla fyrstu hjálp. Þeir hafa nefnilega yfirleitt ekki að neinu að hverfa þegar meðferð lýkur. Umræðan um alkólhólisma hefur tekið margar u-beygjur á undanförnum árum og margir sem eiga erfitt með að sætta sig við sjúkdómshugtakið. Viðhorfið er að "allt sé gert fyrir þetta lið, þessa bölvuðu aumingja sem geta svo ekki rifið sig upp á rassgatinu og orðið eins og fólk." Staðreyndin er hins vegar sú að sáralítið er gert fyrir þetta fólk. Það er nánast afskrifað, bæði af stjórnvöldum og samborgurunum. Þjóðfélagið hefur breyst og fyrir nokkrum árum þótti okkur vænt um rónana okkar. Þetta voru mest góðlátlegir karlar sem voru engum til vandræða, þáðu eina og eina rettu og 100 kall fyrir kogara. Fóru svo með ættjarðarljóð og grétu svolítið meðan þeir yljuðu sér við gamlar minningar. Reykvíkingar þekktu utangarðsmennina sína og báru umhyggju fyrir þeim. Nú er allt með öðrum brag. Heimilislausum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun borgarbúa og fólk er ýmist smeykt við þá eða vill ekkert af þeim vita. Best er að þeir séu sem ósýnilegastir því þá er hægt að telja sér trú um að allt sé í himnalagi. Og auðvitað eiga þeir ekki að vera ranglandi um Austurvöll þar sem búið er að setja upp fína myndlistarsýningu fyrir útlendinga. Hrein torg-fögur borg slagorðið hefur fengið nýja merkingu. Það er líka athyglisvert að konum fjölgar stöðugt í hópi heimilislausra þó þær séu enn miklu færri en karlarnir. Þessar konur lifa við ömurlegar aðstæður, selja sig fyrir áfengi og dópi og þvælast um í hörmulegu ástandi. Þær mæta fyrirlitningu hvar sem þær koma og sjálfsvirðingin er löngu farin veg allrar veraldar. Stundum er það eina sem þær kunna að rífa kjaft. Samt eiga þær svo bágt, svo bágt. Í nóvember síðastliðnum var efnt til söfnunar fyrir Konukot sem er fyrsta athvarfið í Reykjavík fyrir heimilislausar konur. Það söfnuðust 90 þúsund krónur. Skömmu síðar sameinaðist þjóðin í söfnunarátaki fyrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Þar söfnuðust tugir milljóna. Það er fínt mál að við kunnum að sýna samúð í verki þegar fólk úti í heimi á um sárt að binda. Og sorglegt að á sama tíma nennum við ekki að huga að okkar eigin bágstadda fólki og afskrifum fárveikt fólk sem aumingja. Edda Jóhannsdóttir -edda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Jóhannsdóttir Í brennidepli Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Birtu er viðtal við Helgu Björnsdóttur mannfræðing sem varði þremur árum í félagsskap heimilislausra. Hún skrifaði svo mastersritgerð um málefnið. Þar kemur margt athyglisvert fram og greinilegt að heimilislausir eru hópur sem þjóðfélagið hefur gefist upp á. Kannski af því að þeir hafa tilhneigingu til að gefast upp sjálfir og lenda aftur í sama farinu eftir að hafa fengið það sem nánast er hægt að kalla fyrstu hjálp. Þeir hafa nefnilega yfirleitt ekki að neinu að hverfa þegar meðferð lýkur. Umræðan um alkólhólisma hefur tekið margar u-beygjur á undanförnum árum og margir sem eiga erfitt með að sætta sig við sjúkdómshugtakið. Viðhorfið er að "allt sé gert fyrir þetta lið, þessa bölvuðu aumingja sem geta svo ekki rifið sig upp á rassgatinu og orðið eins og fólk." Staðreyndin er hins vegar sú að sáralítið er gert fyrir þetta fólk. Það er nánast afskrifað, bæði af stjórnvöldum og samborgurunum. Þjóðfélagið hefur breyst og fyrir nokkrum árum þótti okkur vænt um rónana okkar. Þetta voru mest góðlátlegir karlar sem voru engum til vandræða, þáðu eina og eina rettu og 100 kall fyrir kogara. Fóru svo með ættjarðarljóð og grétu svolítið meðan þeir yljuðu sér við gamlar minningar. Reykvíkingar þekktu utangarðsmennina sína og báru umhyggju fyrir þeim. Nú er allt með öðrum brag. Heimilislausum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við fjölgun borgarbúa og fólk er ýmist smeykt við þá eða vill ekkert af þeim vita. Best er að þeir séu sem ósýnilegastir því þá er hægt að telja sér trú um að allt sé í himnalagi. Og auðvitað eiga þeir ekki að vera ranglandi um Austurvöll þar sem búið er að setja upp fína myndlistarsýningu fyrir útlendinga. Hrein torg-fögur borg slagorðið hefur fengið nýja merkingu. Það er líka athyglisvert að konum fjölgar stöðugt í hópi heimilislausra þó þær séu enn miklu færri en karlarnir. Þessar konur lifa við ömurlegar aðstæður, selja sig fyrir áfengi og dópi og þvælast um í hörmulegu ástandi. Þær mæta fyrirlitningu hvar sem þær koma og sjálfsvirðingin er löngu farin veg allrar veraldar. Stundum er það eina sem þær kunna að rífa kjaft. Samt eiga þær svo bágt, svo bágt. Í nóvember síðastliðnum var efnt til söfnunar fyrir Konukot sem er fyrsta athvarfið í Reykjavík fyrir heimilislausar konur. Það söfnuðust 90 þúsund krónur. Skömmu síðar sameinaðist þjóðin í söfnunarátaki fyrir fórnarlömb flóðanna í Asíu. Þar söfnuðust tugir milljóna. Það er fínt mál að við kunnum að sýna samúð í verki þegar fólk úti í heimi á um sárt að binda. Og sorglegt að á sama tíma nennum við ekki að huga að okkar eigin bágstadda fólki og afskrifum fárveikt fólk sem aumingja. Edda Jóhannsdóttir -edda@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun