Þrýst hart á íslensk stjórnvöld 9. febrúar 2005 00:01 Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. Það vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur valdið miklum deilum æ síðan að nafn Íslands birtist á lista innrásarþjóðanna í Írak. Fram að því hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ítrekað lýst því yfir að hann væri fylgjandi friðsamlegri lausn. Nákvæmlega á þessum tímapunkti, 18. mars, varð ekki séð að eitthvað hefði gerst í Íraksmálinu sjálfu sem kallaði á þessa vendingu íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali sem tekið var við Halldór seint í gær skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að Ísland lenti á þessum lista. Halldór segir að Bandaríkjamenn hafi haft samband við íslensk stjórnvöld og beðið um pólistískan stuðning í málinu eins og gert hafi verið í mörgum öðrum málum. Ef Íslendingar hefðu neitað hefði það verið veruleg stefnubreyting af hálfu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkjastjórn beitti miklum diplómatískum þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu en Halldór segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld standi með sínum helstu vinaþjóðum. Hann viðurkennir líta megi á Íraksmálið í samhengi við varnarhagsmuni Íslands og að óbeint tengist þetta varnarsamningunum. Það hafi hins vegar ekki verið nein bein tengsl á milli málanna. Ekki hafi verið nein loforð af hálfu Bandaríkjanna eða skilyrði af hálfu Íslendinga eins og komið hafi ljós rétt fyrir Alþingiskosningar 2003. Þarna er Halldór að vísa í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga orrustuþoturnar einhliða frá Keflavíkurflugvelli. Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var nýbúið að veita Bandaríkjastjórn stuðning í Íraksmálinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í Íslandi í dag á Veftíví. Þar lýsir Halldór meðal annars í fyrsta sinn þeirri athyglisverðu atburðarás sem leiddi að ákvörðuninni 18. mars, bregst við gagnrýni Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, útskýrir samskiptin við Davíð, talar um það af hverju hann var ósáttur við lista Bandaríkjamanna og hvað hann hefði getað gert öðruvísi í þessu máli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. Það vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur valdið miklum deilum æ síðan að nafn Íslands birtist á lista innrásarþjóðanna í Írak. Fram að því hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ítrekað lýst því yfir að hann væri fylgjandi friðsamlegri lausn. Nákvæmlega á þessum tímapunkti, 18. mars, varð ekki séð að eitthvað hefði gerst í Íraksmálinu sjálfu sem kallaði á þessa vendingu íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali sem tekið var við Halldór seint í gær skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að Ísland lenti á þessum lista. Halldór segir að Bandaríkjamenn hafi haft samband við íslensk stjórnvöld og beðið um pólistískan stuðning í málinu eins og gert hafi verið í mörgum öðrum málum. Ef Íslendingar hefðu neitað hefði það verið veruleg stefnubreyting af hálfu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkjastjórn beitti miklum diplómatískum þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu en Halldór segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld standi með sínum helstu vinaþjóðum. Hann viðurkennir líta megi á Íraksmálið í samhengi við varnarhagsmuni Íslands og að óbeint tengist þetta varnarsamningunum. Það hafi hins vegar ekki verið nein bein tengsl á milli málanna. Ekki hafi verið nein loforð af hálfu Bandaríkjanna eða skilyrði af hálfu Íslendinga eins og komið hafi ljós rétt fyrir Alþingiskosningar 2003. Þarna er Halldór að vísa í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga orrustuþoturnar einhliða frá Keflavíkurflugvelli. Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var nýbúið að veita Bandaríkjastjórn stuðning í Íraksmálinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í Íslandi í dag á Veftíví. Þar lýsir Halldór meðal annars í fyrsta sinn þeirri athyglisverðu atburðarás sem leiddi að ákvörðuninni 18. mars, bregst við gagnrýni Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, útskýrir samskiptin við Davíð, talar um það af hverju hann var ósáttur við lista Bandaríkjamanna og hvað hann hefði getað gert öðruvísi í þessu máli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira