Kaupsýslumenn eða knattspyrnumenn? 8. febrúar 2005 00:01 Síðasta ár var einkennilegt hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Sambandið hefur aldrei skilað meiri hagnaði heldur en í fyrra en á sama tíma var árangur íslensku landsliðanna, og þá sérstaklega A-landsliðs karla, afar dapur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var afskaplega ánægður með afkomu sambandsins enda skilaði hann 46 milljón króna hagnaði. Knattspyrnusamband Íslands veltir rúmum 450 milljónum á ári, er orðið þokkalegasta fyrirtæki og því er þörf á að menn með viðskiptavit komi nálægt rekstrinum. Á sama tíma er þetta jú knattspyrnusamband og það hlýtur að skipta einhverju máli hvernig gengur á vellinum. Eggert Magnússon er með bakgrunn úr viðskiptalífinu og það eru flestir sammála um að hann hafi fært rekstur knattspyrnusambandsins til nútímans. Hann er grjótharður samningamaður og hefur á þann hátt náð að verðleggja sjónvarpsrétt fyrir íslenska knattspyrnu hærra en menn hefðu trúað. Hann hefur verið duglegur við að búa til pening í gegnum landsleiki. Skemmst er minnast síðasta árs þar sem hann kom íslenska landsliðinu, upp á eigin spýtur, á mót í Englandi sem skilaði sambandinu á annan tug milljóna í tekjur. Hann var einnig driffjöðrin á bak við Ítalaleikinn fræga þar sem rúmlega tuttugu þúsund manns komu á völlinn en sá leikur skilaði sambandinu um fjörutíu milljónum í hagnað. Hann hefur einnig staðið fyrir kaupum KSÍ á bréfum í KB Banka, bréfum sem hafa vaxið og dafnað. Hann ætlar að byggja stærri stúku á Laugardalsvelli til að fá meiri pening í kassann, bæði vegna aukinnar aðsóknar og meiri veitingasölu. Á þessu má sjá að Eggert Magnússon er fyrirtaks kaupsýslumaður og hefur sem slíkur gert frábæra hluti fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stjórnunin á knattspyrnulegu hliðinni er hins vegar eitthvað allt annað. Þar hefur Eggert ekki verið mjög farsæll undanfarið. Hann hefur verið of seinn að grípa í taumana þegar árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur farið að hraka. Það á við í tilfelli Atla Eðvaldssonar sem sagði sjálfur upp löngu eftir að allt var komið í þrot og síðan hefur hann hangið lengur en tárum tekur að telja á þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, núverandi þjálfurum liðsins, sem virðast vera að keyra landsliðið niður í kjallara heimsknattspyrnunnar. Hann rak hins vegar þjálfara kvennalandsliðsins vegna lélegs árangurs sem var þó mun betri en karlalandsliðið hefur sýnt. Eggert hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að gera efstu deild kvenna meira spennandi, jafnvel þótt það hafi verið vitað í mörg ár að munurinn á milli bestu liðanna og hinna er of mikill. Hann hefur ekki viljað hlusta á fjölgun liða í efstu deild, leikmönnum, þjálfurum og knattspyrnuáhugamönnum til mikillar gremju. Allt þetta skiptir kannski ekki máli á meðan peningarnir koma í kassann. Á meðan kaupsýslumennirnir eru við stjórn er lítil ástæða til þess að ætla að þetta breytist eitthvað. Aðaláherslan verður lögð á að græða pening, það er bara bónus ef einhver árangur næst. Við ættum kannski bara að þakka fyrir það að við eigum menn eins og Eggert sem búa til gull úr því grjóti sem íslensk knattspyrna er? Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Síðasta ár var einkennilegt hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Sambandið hefur aldrei skilað meiri hagnaði heldur en í fyrra en á sama tíma var árangur íslensku landsliðanna, og þá sérstaklega A-landsliðs karla, afar dapur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var afskaplega ánægður með afkomu sambandsins enda skilaði hann 46 milljón króna hagnaði. Knattspyrnusamband Íslands veltir rúmum 450 milljónum á ári, er orðið þokkalegasta fyrirtæki og því er þörf á að menn með viðskiptavit komi nálægt rekstrinum. Á sama tíma er þetta jú knattspyrnusamband og það hlýtur að skipta einhverju máli hvernig gengur á vellinum. Eggert Magnússon er með bakgrunn úr viðskiptalífinu og það eru flestir sammála um að hann hafi fært rekstur knattspyrnusambandsins til nútímans. Hann er grjótharður samningamaður og hefur á þann hátt náð að verðleggja sjónvarpsrétt fyrir íslenska knattspyrnu hærra en menn hefðu trúað. Hann hefur verið duglegur við að búa til pening í gegnum landsleiki. Skemmst er minnast síðasta árs þar sem hann kom íslenska landsliðinu, upp á eigin spýtur, á mót í Englandi sem skilaði sambandinu á annan tug milljóna í tekjur. Hann var einnig driffjöðrin á bak við Ítalaleikinn fræga þar sem rúmlega tuttugu þúsund manns komu á völlinn en sá leikur skilaði sambandinu um fjörutíu milljónum í hagnað. Hann hefur einnig staðið fyrir kaupum KSÍ á bréfum í KB Banka, bréfum sem hafa vaxið og dafnað. Hann ætlar að byggja stærri stúku á Laugardalsvelli til að fá meiri pening í kassann, bæði vegna aukinnar aðsóknar og meiri veitingasölu. Á þessu má sjá að Eggert Magnússon er fyrirtaks kaupsýslumaður og hefur sem slíkur gert frábæra hluti fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stjórnunin á knattspyrnulegu hliðinni er hins vegar eitthvað allt annað. Þar hefur Eggert ekki verið mjög farsæll undanfarið. Hann hefur verið of seinn að grípa í taumana þegar árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur farið að hraka. Það á við í tilfelli Atla Eðvaldssonar sem sagði sjálfur upp löngu eftir að allt var komið í þrot og síðan hefur hann hangið lengur en tárum tekur að telja á þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, núverandi þjálfurum liðsins, sem virðast vera að keyra landsliðið niður í kjallara heimsknattspyrnunnar. Hann rak hins vegar þjálfara kvennalandsliðsins vegna lélegs árangurs sem var þó mun betri en karlalandsliðið hefur sýnt. Eggert hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að gera efstu deild kvenna meira spennandi, jafnvel þótt það hafi verið vitað í mörg ár að munurinn á milli bestu liðanna og hinna er of mikill. Hann hefur ekki viljað hlusta á fjölgun liða í efstu deild, leikmönnum, þjálfurum og knattspyrnuáhugamönnum til mikillar gremju. Allt þetta skiptir kannski ekki máli á meðan peningarnir koma í kassann. Á meðan kaupsýslumennirnir eru við stjórn er lítil ástæða til þess að ætla að þetta breytist eitthvað. Aðaláherslan verður lögð á að græða pening, það er bara bónus ef einhver árangur næst. Við ættum kannski bara að þakka fyrir það að við eigum menn eins og Eggert sem búa til gull úr því grjóti sem íslensk knattspyrna er? Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun