Aldrei verið óvinsælli 6. febrúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er sá stjórnmálamaður sem nýtur minnsts trausts um þessar mundir en þriðjungur þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins ber minnst traust til hans. Í sömu könnun segja einungis 3,8 prósent svarenda Halldór vera þann stjórnmálamann sem þeir beri mest traust til. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir tvær meginástæður fyrir þessari útkomu hjá forsætisráðherranum. "Annars vegar kemur hann úr litlum flokki og nýtur þess vegna ekki þess grunns sem til dæmis Davíð Oddsson nýtur. Hins vegar er hann búinn að lenda í erfiðum málum þessa fyrstu mánuði sína í embætti," segir Gunnar Helgi og vísar þar til Íraksmálsins og innanflokkserja í Framsóknarflokknum. Davíð Oddsson utanríkisráðherra er trúverðugasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um þessar mundir en ríflega fjórðungur landsmanna segist bera mest traust til hans þótt hann hafi lítið verið í sviðsljósinu að undanförnu. Gunnar Helgi segir Davíð þar njóta hins mikla fastafylgis Sjálfstæðisflokksins en bendir auk þess á að hann hafi síður blandast í hin umdeildu mál sem gert hafa Halldóri svo erfitt fyrir. Fjórðungur fólks telur þó Davíð þann stjórnmálamann sem það treystir síst. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var annars vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust til um þessar mundir?" og hins vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust til um þessar mundir?" 49,75 prósent þátttakenda svöruðu fyrri spurningunni en 57,75 prósent þeirri síðari. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er sá stjórnmálamaður sem nýtur minnsts trausts um þessar mundir en þriðjungur þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins ber minnst traust til hans. Í sömu könnun segja einungis 3,8 prósent svarenda Halldór vera þann stjórnmálamann sem þeir beri mest traust til. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir tvær meginástæður fyrir þessari útkomu hjá forsætisráðherranum. "Annars vegar kemur hann úr litlum flokki og nýtur þess vegna ekki þess grunns sem til dæmis Davíð Oddsson nýtur. Hins vegar er hann búinn að lenda í erfiðum málum þessa fyrstu mánuði sína í embætti," segir Gunnar Helgi og vísar þar til Íraksmálsins og innanflokkserja í Framsóknarflokknum. Davíð Oddsson utanríkisráðherra er trúverðugasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um þessar mundir en ríflega fjórðungur landsmanna segist bera mest traust til hans þótt hann hafi lítið verið í sviðsljósinu að undanförnu. Gunnar Helgi segir Davíð þar njóta hins mikla fastafylgis Sjálfstæðisflokksins en bendir auk þess á að hann hafi síður blandast í hin umdeildu mál sem gert hafa Halldóri svo erfitt fyrir. Fjórðungur fólks telur þó Davíð þann stjórnmálamann sem það treystir síst. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var annars vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust til um þessar mundir?" og hins vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust til um þessar mundir?" 49,75 prósent þátttakenda svöruðu fyrri spurningunni en 57,75 prósent þeirri síðari.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira