Framleiðsla eða listsköpun? 13. október 2005 15:31 Stjörnudýrkun er ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Heimsbyggðin fær óumbeðið endalausar fréttir af einhverju fólki sem kemur henni ekkert við. Við fáum upplýsingar um það hvað fer upp í munn og ofan í maga á stjörnum, hverju þær klæðast þegar þær fara út í búð, á kaffihús, í partí, á hátíðir, með hverjum þær sjást á labbi, hverja þær tala við, sofa hjá, trúlofast, búa með, giftast, skilja við, hitta og daðra við. Með hverjum þær vinna og hvernig sambandi við samstarfsfólk þeirra háttað, hvernig þær búa, hvar þær búa, hvort þær reykja, detta í það, fara í lýtameðferð og hvað þær hafa í laun. Þær birtast á forsíðum tímarita, allar fótósjoppaðar og allar eins, fáklæddar, hrukku- og hnökralausar, með kórrétt holdarfar, stutt hár í dag, sítt á morgun, alltaf verið að líma hárið á þær eða klippa það í burtu, fjarlægja rifbein, breyta nefi, sjúga burtu fitu, strekkja andlit, háls og maga, rass og læri. Samt man maður ekki eftir neinni stjörnu sem mann langar til að líkjast, hefur aldrei séð neitt haft eftir stjörnu sem maður vildi sjálfur hafa sagt - og spyr sig oft hvort þetta fólk geti ekki bara unnið vinnuna sína og haldið sér saman. Megnið af þeim er leikarar - sem eru ekki einu sinni góðir. Samt hundeltir af papparössum sem endilega vilja flytja okkur fréttir og myndir af þeim. Til hvers? Það eina sem til þarf er að geta litið vel út þegar búið er að eyða hundruðum klukktíma í að finna réttu lýsinguna og ótal tímum í að farða, sparsla og slípa. Stjörnudýrkun verður ágengari í okkar daglega lífi eftir því sem árin líða. Það er hvergi hægt að þverfóta fyrir myndum og upplýsingum af þeim og það verður að segjast eins og er að þetta er ákaflega þreytandi og svo leiður verður maður á þessu tilbúna fólk að það fer smám saman að virka á mann eins og hver önnur stjörnuþoka. Og við Íslendingar viljum gjarnan líka eiga stjörnur. Pillum upp leikara sem eru á skítalaunum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, reynum að segja fréttir af þeim og gera eitthvað úr þeim sem þeir eru ekki. Það hefur kveðið svo rammt að þessu seinustu árin, að alls konar krakkakvikindi sem eru rétt skriðin út úr leiklistarnámi eru allt í einu orðin rosa stjörnur. Í dag vilja allir vera stjörnur, enginn vill vera leikari. Enda er að verða hundleiðinlegt að fara í leikhús. Það sem heillar mann við leikhús er að horfa á góðan leikara vinna, sama hvernig hann lítur út, hvaða hlutverk hann er að leika, hvort hann er gamall eða ungur, karl eða kona. Að sama skapi er pirrandi að sitja í leikhúsi og horfa á þá sem eiga að vera að leika, upptekna af því hvernig þeir taka sig út, leyfa sér jafnvel að sýna ,með töktum sínum, að þeim finnist nú ekki spennandi að leika hlutverkið sem þeir eru að leika. Einu leikararnir sem maður nennir orðið að horfa á vinna eru Hilmir Snær og Ólafía Hrönn. Í viðtölum tala stjörnur aldrei um neitt nema sjálfar sig. Leikarar tala um verkið sem þeir leika í, hafa pælt í þaula í sínum "karakter," stúderað leikbókmenntir og lagst í fræðilegar rannsóknir á þessari merkilegu listgrein. Það er gaman að lesa viðtöl við þá, jafnvel heilu bækurnar sem þeir hafa skrifað. Það eru nefnilega til leikarar sem hafa skrifað bækur um leiklistina. Þeir eru að vísu engar stjörnur, þótt þeir séu vandaðir og heillandi fagmenn. Við vitum ekki hvað þeir borða, hverju þeir klæðast, hvaða snyrtivörur þeir nota, hvernig þeir búa. Þeir vilja heldur ekki að við vitum það. Það sem á við leikhúsið á líka við kvikmyndir. Nú stendur yfir verðlaunatími í Hollívúdd og það er sama fólkið sem er tilnefnt til þeirra allra fyriri sama hlutverkið í sömu kvikmyndunum. Eftir að hafa farið á þessar tilnefndu og verðlaunuðu myndir, lætur maður sér fátt um finnast. Jú, þetta er allt ósköp laglegt. Mæli hins vegar með því að fólk drífi sig að sjá kvikmyndina "Meet the Fockers," þar sem sjá má Dustin Hoffmann fremja óviðjafnanlega leiklist, kafleika alla hina út úr myndinni. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjörnudýrkun er ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Heimsbyggðin fær óumbeðið endalausar fréttir af einhverju fólki sem kemur henni ekkert við. Við fáum upplýsingar um það hvað fer upp í munn og ofan í maga á stjörnum, hverju þær klæðast þegar þær fara út í búð, á kaffihús, í partí, á hátíðir, með hverjum þær sjást á labbi, hverja þær tala við, sofa hjá, trúlofast, búa með, giftast, skilja við, hitta og daðra við. Með hverjum þær vinna og hvernig sambandi við samstarfsfólk þeirra háttað, hvernig þær búa, hvar þær búa, hvort þær reykja, detta í það, fara í lýtameðferð og hvað þær hafa í laun. Þær birtast á forsíðum tímarita, allar fótósjoppaðar og allar eins, fáklæddar, hrukku- og hnökralausar, með kórrétt holdarfar, stutt hár í dag, sítt á morgun, alltaf verið að líma hárið á þær eða klippa það í burtu, fjarlægja rifbein, breyta nefi, sjúga burtu fitu, strekkja andlit, háls og maga, rass og læri. Samt man maður ekki eftir neinni stjörnu sem mann langar til að líkjast, hefur aldrei séð neitt haft eftir stjörnu sem maður vildi sjálfur hafa sagt - og spyr sig oft hvort þetta fólk geti ekki bara unnið vinnuna sína og haldið sér saman. Megnið af þeim er leikarar - sem eru ekki einu sinni góðir. Samt hundeltir af papparössum sem endilega vilja flytja okkur fréttir og myndir af þeim. Til hvers? Það eina sem til þarf er að geta litið vel út þegar búið er að eyða hundruðum klukktíma í að finna réttu lýsinguna og ótal tímum í að farða, sparsla og slípa. Stjörnudýrkun verður ágengari í okkar daglega lífi eftir því sem árin líða. Það er hvergi hægt að þverfóta fyrir myndum og upplýsingum af þeim og það verður að segjast eins og er að þetta er ákaflega þreytandi og svo leiður verður maður á þessu tilbúna fólk að það fer smám saman að virka á mann eins og hver önnur stjörnuþoka. Og við Íslendingar viljum gjarnan líka eiga stjörnur. Pillum upp leikara sem eru á skítalaunum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, reynum að segja fréttir af þeim og gera eitthvað úr þeim sem þeir eru ekki. Það hefur kveðið svo rammt að þessu seinustu árin, að alls konar krakkakvikindi sem eru rétt skriðin út úr leiklistarnámi eru allt í einu orðin rosa stjörnur. Í dag vilja allir vera stjörnur, enginn vill vera leikari. Enda er að verða hundleiðinlegt að fara í leikhús. Það sem heillar mann við leikhús er að horfa á góðan leikara vinna, sama hvernig hann lítur út, hvaða hlutverk hann er að leika, hvort hann er gamall eða ungur, karl eða kona. Að sama skapi er pirrandi að sitja í leikhúsi og horfa á þá sem eiga að vera að leika, upptekna af því hvernig þeir taka sig út, leyfa sér jafnvel að sýna ,með töktum sínum, að þeim finnist nú ekki spennandi að leika hlutverkið sem þeir eru að leika. Einu leikararnir sem maður nennir orðið að horfa á vinna eru Hilmir Snær og Ólafía Hrönn. Í viðtölum tala stjörnur aldrei um neitt nema sjálfar sig. Leikarar tala um verkið sem þeir leika í, hafa pælt í þaula í sínum "karakter," stúderað leikbókmenntir og lagst í fræðilegar rannsóknir á þessari merkilegu listgrein. Það er gaman að lesa viðtöl við þá, jafnvel heilu bækurnar sem þeir hafa skrifað. Það eru nefnilega til leikarar sem hafa skrifað bækur um leiklistina. Þeir eru að vísu engar stjörnur, þótt þeir séu vandaðir og heillandi fagmenn. Við vitum ekki hvað þeir borða, hverju þeir klæðast, hvaða snyrtivörur þeir nota, hvernig þeir búa. Þeir vilja heldur ekki að við vitum það. Það sem á við leikhúsið á líka við kvikmyndir. Nú stendur yfir verðlaunatími í Hollívúdd og það er sama fólkið sem er tilnefnt til þeirra allra fyriri sama hlutverkið í sömu kvikmyndunum. Eftir að hafa farið á þessar tilnefndu og verðlaunuðu myndir, lætur maður sér fátt um finnast. Jú, þetta er allt ósköp laglegt. Mæli hins vegar með því að fólk drífi sig að sjá kvikmyndina "Meet the Fockers," þar sem sjá má Dustin Hoffmann fremja óviðjafnanlega leiklist, kafleika alla hina út úr myndinni. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun