Óeðlileg tengsl? Guðmundur Magnússon skrifar 3. febrúar 2005 00:01 Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur.Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Í samræmi við norræna hefð voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag eða samband sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekki virst sýna því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þess vegna vakti það nokkra undrun síðsumars í fyrra þegar fréttist að forseti Alþýðusambandsins, Grétar Þorsteinsson, sæti á fundi með formönnum norrænna jafnaðarmannaflokka og formanni Samfylkingarinnar en fundur þessi var haldinn í Viðey til að ræða sameiginleg áhugamál norrænnar verkalýðshreyfingar og jafnaðarmannaflokka. Hefði það verið prívatpersónan Grétar Þorsteinsson sem þarna fundaði hefði enginn athugasemd komið. Menn geta verið verkalýðsleiðtogar og forystumenn í stjórnmálaflokki án þess að það komi að sök eins og dæmi Ögmundar Jónassonar formanns BSRB og þingsmanns Vinstri grænna sannar. En í ljós kom að Grétar var þarna á vegum Alþýðusambandsins og var upplýst að í ársbyrjun 2000 hafði sambandið formlega gerst aðili að SAMAK, samstarfsnefnd norrænna verkalýðssambanda og jafnaðarmannaflokka. Þetta eru hápólitísk samtök sem meðal annars eru mjög hlynnt Evrópusambandinu og vilja að Norðurlöndin öll gerist aðilar að því. Réttlæting ASÍ-manna fyrir aðildinni er að þarna sé vettvangur skoðanaskipta, upplýsinga og kynna sem séu íslenskri verkalýðshreyfingu dýrmæt. Vel má vera að fundirnir geti verið gagnlegir að þessu leyti, en hitt er augljóst að aðildin stríðir gegn meginstefnu verkalýðshreyfingarinnar undanfarna áratugi, að standa á eigin fótum og vera sjálfstæð gagnvart stjórnmálaflokkum. Þessi stefna á vaxandi fylgi að fagna annars staðar á Norðurlöndum og í Danmörku hefur orðið formlegur aðskilnaður hreyfingar og flokks jafnaðarmanna. Í Noregi og Svíþjóð hníga umræður í sömu átt en hefðin er enn sterk. Mál þetta hlýtur að koma að nýju til umræðu á vettvangi Alþýðusambandsins. Umhugsunarefni er líka hvort Alþingi, sem á ári hverju veitir háum upphæðum af almannafé til sambandsins, eigi ekki að gera það að skilyrði fyrir áframhaldandi framlögum að sambandið slíti öll formleg pólitísk tengsl sín og verði eingöngu fagleg samtök launafólks. Er það ekki sanngjörn krafa?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur.Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Í samræmi við norræna hefð voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag eða samband sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekki virst sýna því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þess vegna vakti það nokkra undrun síðsumars í fyrra þegar fréttist að forseti Alþýðusambandsins, Grétar Þorsteinsson, sæti á fundi með formönnum norrænna jafnaðarmannaflokka og formanni Samfylkingarinnar en fundur þessi var haldinn í Viðey til að ræða sameiginleg áhugamál norrænnar verkalýðshreyfingar og jafnaðarmannaflokka. Hefði það verið prívatpersónan Grétar Þorsteinsson sem þarna fundaði hefði enginn athugasemd komið. Menn geta verið verkalýðsleiðtogar og forystumenn í stjórnmálaflokki án þess að það komi að sök eins og dæmi Ögmundar Jónassonar formanns BSRB og þingsmanns Vinstri grænna sannar. En í ljós kom að Grétar var þarna á vegum Alþýðusambandsins og var upplýst að í ársbyrjun 2000 hafði sambandið formlega gerst aðili að SAMAK, samstarfsnefnd norrænna verkalýðssambanda og jafnaðarmannaflokka. Þetta eru hápólitísk samtök sem meðal annars eru mjög hlynnt Evrópusambandinu og vilja að Norðurlöndin öll gerist aðilar að því. Réttlæting ASÍ-manna fyrir aðildinni er að þarna sé vettvangur skoðanaskipta, upplýsinga og kynna sem séu íslenskri verkalýðshreyfingu dýrmæt. Vel má vera að fundirnir geti verið gagnlegir að þessu leyti, en hitt er augljóst að aðildin stríðir gegn meginstefnu verkalýðshreyfingarinnar undanfarna áratugi, að standa á eigin fótum og vera sjálfstæð gagnvart stjórnmálaflokkum. Þessi stefna á vaxandi fylgi að fagna annars staðar á Norðurlöndum og í Danmörku hefur orðið formlegur aðskilnaður hreyfingar og flokks jafnaðarmanna. Í Noregi og Svíþjóð hníga umræður í sömu átt en hefðin er enn sterk. Mál þetta hlýtur að koma að nýju til umræðu á vettvangi Alþýðusambandsins. Umhugsunarefni er líka hvort Alþingi, sem á ári hverju veitir háum upphæðum af almannafé til sambandsins, eigi ekki að gera það að skilyrði fyrir áframhaldandi framlögum að sambandið slíti öll formleg pólitísk tengsl sín og verði eingöngu fagleg samtök launafólks. Er það ekki sanngjörn krafa?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar