Óskar eftir uppgjöri í framsókn 1. febrúar 2005 00:01 Vaxandi óánægja er innan Framsóknarflokksins með framgöngu formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, í þeim málum er ríkisstjórnin hefur tekist á hendur. Sömu framsóknarmenn eru að sama skapi ósáttir við vinnubrögð þeirra sem næst standa Halldóri innan flokksins og má nefna þar bræðurna Árna og Pál Magnússyni og Björn Inga Hrafnsson. "Valdabrölt í klíkunni innan flokksins er fyrir neðan allar hellur," segir Sveinn Bernódusson, formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík. Viðmælendur blaðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, lýstu vinnubrögðum bræðranna í tengslum við Freyjuna, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, á dögunum á þann hátt að bræðurnir litu á Framsóknarflokkinn sem hlutafélag og þeir stefndu á yfirtöku á öllum hlutum þess. "Mikið af fólkinu sem hefur sig lítið í frammi í flokknum er mjög óánægt," segir Sveinn. "Framsóknarflokkurinn hefur farið út af brautinni og má nefna Íraksmálið því til stuðnings." Viðmælendur blaðsins sögðu að skýrar línur væru milli fylkinganna tveggja innan flokksins og að átök þeirra á milli myndu aukast eftir því sem nær dragi flokksþinginu. "Ég vona að þetta leiði til uppgjörs þannig að menn geti farið að byrja upp á nýtt. Ég vonast til þess að tekist verði á um það á flokksþingi hvað menn ætla sér með flokkinn. Það er þá hægt að gefa þeim kost á því sem ekki eru sáttir að fara bara ef þeir ætla að halda þessu áfram," segir Sveinn. "Ég held að það sé býsna rétt sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður, sagði í Silfri Egils, að Davíð Oddsson hafi tekið ákvörðunina um stuðninginn við Íraksstríðið og Halldór hafi stutt hann til að halda friðinn," segir Sveinn. "Ég man ekki eftir því að í stefnuskrá flokksins sé að finna ýmislegt sem flokkurinn stendur nú fyrir, til dæmis sameining lögregluembættanna eða hækkun orkuverðs. Þessi ríkisstjórn hefur gleymt gjörsamlega öllu sem er utan Reykjavíkursvæðisins." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Vaxandi óánægja er innan Framsóknarflokksins með framgöngu formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, í þeim málum er ríkisstjórnin hefur tekist á hendur. Sömu framsóknarmenn eru að sama skapi ósáttir við vinnubrögð þeirra sem næst standa Halldóri innan flokksins og má nefna þar bræðurna Árna og Pál Magnússyni og Björn Inga Hrafnsson. "Valdabrölt í klíkunni innan flokksins er fyrir neðan allar hellur," segir Sveinn Bernódusson, formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík. Viðmælendur blaðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, lýstu vinnubrögðum bræðranna í tengslum við Freyjuna, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, á dögunum á þann hátt að bræðurnir litu á Framsóknarflokkinn sem hlutafélag og þeir stefndu á yfirtöku á öllum hlutum þess. "Mikið af fólkinu sem hefur sig lítið í frammi í flokknum er mjög óánægt," segir Sveinn. "Framsóknarflokkurinn hefur farið út af brautinni og má nefna Íraksmálið því til stuðnings." Viðmælendur blaðsins sögðu að skýrar línur væru milli fylkinganna tveggja innan flokksins og að átök þeirra á milli myndu aukast eftir því sem nær dragi flokksþinginu. "Ég vona að þetta leiði til uppgjörs þannig að menn geti farið að byrja upp á nýtt. Ég vonast til þess að tekist verði á um það á flokksþingi hvað menn ætla sér með flokkinn. Það er þá hægt að gefa þeim kost á því sem ekki eru sáttir að fara bara ef þeir ætla að halda þessu áfram," segir Sveinn. "Ég held að það sé býsna rétt sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður, sagði í Silfri Egils, að Davíð Oddsson hafi tekið ákvörðunina um stuðninginn við Íraksstríðið og Halldór hafi stutt hann til að halda friðinn," segir Sveinn. "Ég man ekki eftir því að í stefnuskrá flokksins sé að finna ýmislegt sem flokkurinn stendur nú fyrir, til dæmis sameining lögregluembættanna eða hækkun orkuverðs. Þessi ríkisstjórn hefur gleymt gjörsamlega öllu sem er utan Reykjavíkursvæðisins."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira