Átök í framsókn 31. janúar 2005 00:01 Tvær fylkingar innan Framsóknarflokksins takast nú á, annars vegar hópur sem starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson, og svo þeir sem eru ósáttir við vinnubrögð flokksins og þá þróun sem átt hefur sér stað innan hans. Í hópi Halldórs eru meðal annars bræðurnir Árni og Páll Magnússynir, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og varaþingmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Herdís Sæmundardóttir. Í hinum hópnum eru Kristinn H. Gunnarsson, Una María Óskarsdóttir og jafnvel Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz. Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Afskipti bræðranna Árna og Páls af starfi Freyju kann að draga dilk á eftir sér. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga framsóknarmenn í gær sem höfðu verulegar áhyggjur af hvernig málum væri nú komið í flokknum þó svo að enginn þeirra sæi flokksþingið sem öruggan vettvang breytinga. Viðmælendur, sem ekki vilja koma fram undir nafni, hafa skýringar á hvað búi að baki byltingunni í Freyju. Árni Magnússon er sagður sitja í mjög ótryggu þingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og sjái fyrir sér að komast á lista í kjördæmi Sivjar Friðleifsdóttur, Suðvesturkjördæmi. Freyja á fulltrúa í kjördæmaþingi, þar sem raðað er á framboðslistann. Þá hefur verið nefnt að Árni hafi jafnframt viljað styrkja stöðu sinnar fylkingar á flokksþingi, þar sem Freyjan á einnig fulltrúa, ef til þess kemur að hann, eða Valgerður bjóði sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni, eða gegn Siv sem ritari flokksins.. Viðmælendur blaðsins sögðust vissir um að atburðirnir í Kópavogi væru ekki einsdæmi og fleiri tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. Sem dæmi um flokkadrættina var nefnt að Árni hefði nýverið skipað þrjá fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sem áður voru í höndum Húnboga Þorsteinssonar. Hann lét af störfum sökum aldurs. Herdís Sæmundardóttir verður formaður ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sævar Þór Sigurgeirsson tekur við formennsku í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Gestur Gestsson verður fulltrúi í innheimtustofnun sveitarfélaga. Húnbogi var einnig formaður kaupskrárnefndar, en það sæti tekur Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar. Öll eru þau sögð vera í fylkingu Halldórs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Tvær fylkingar innan Framsóknarflokksins takast nú á, annars vegar hópur sem starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson, og svo þeir sem eru ósáttir við vinnubrögð flokksins og þá þróun sem átt hefur sér stað innan hans. Í hópi Halldórs eru meðal annars bræðurnir Árni og Páll Magnússynir, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og varaþingmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Herdís Sæmundardóttir. Í hinum hópnum eru Kristinn H. Gunnarsson, Una María Óskarsdóttir og jafnvel Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz. Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Afskipti bræðranna Árna og Páls af starfi Freyju kann að draga dilk á eftir sér. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga framsóknarmenn í gær sem höfðu verulegar áhyggjur af hvernig málum væri nú komið í flokknum þó svo að enginn þeirra sæi flokksþingið sem öruggan vettvang breytinga. Viðmælendur, sem ekki vilja koma fram undir nafni, hafa skýringar á hvað búi að baki byltingunni í Freyju. Árni Magnússon er sagður sitja í mjög ótryggu þingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og sjái fyrir sér að komast á lista í kjördæmi Sivjar Friðleifsdóttur, Suðvesturkjördæmi. Freyja á fulltrúa í kjördæmaþingi, þar sem raðað er á framboðslistann. Þá hefur verið nefnt að Árni hafi jafnframt viljað styrkja stöðu sinnar fylkingar á flokksþingi, þar sem Freyjan á einnig fulltrúa, ef til þess kemur að hann, eða Valgerður bjóði sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni, eða gegn Siv sem ritari flokksins.. Viðmælendur blaðsins sögðust vissir um að atburðirnir í Kópavogi væru ekki einsdæmi og fleiri tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. Sem dæmi um flokkadrættina var nefnt að Árni hefði nýverið skipað þrjá fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sem áður voru í höndum Húnboga Þorsteinssonar. Hann lét af störfum sökum aldurs. Herdís Sæmundardóttir verður formaður ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sævar Þór Sigurgeirsson tekur við formennsku í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Gestur Gestsson verður fulltrúi í innheimtustofnun sveitarfélaga. Húnbogi var einnig formaður kaupskrárnefndar, en það sæti tekur Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar. Öll eru þau sögð vera í fylkingu Halldórs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira