Ástandið í Írak ógnvekjandi 29. janúar 2005 00:01 Ástandið á götum Íraks er ógnvekjandi. Þar er í raun stríðsástand og byssuskot heyrast nánast hvert sem er farið. Þetta segir Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður sem er nýkominn frá Írak. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem verið hafa í Írak frá því að stríðið þar hófst. Jón Ársæll var þar á ferð í vikunni ásamt Inga Ragnari Ingasyni myndatökumanni og hann segir ástandið eldfimt. Bandaríkjamenn séu undir daglegum, stöðugum árásum og fólk sé hrætt og taugaveiklað. Í Bagdad þar sem þeir félagar voru heyrast skothvellir nánast hvert sem farið er. Jón og Ingi voru á ferð með bandarískum hermönnum og bjuggu við sömu aðstæður og þeir. Í eyðimörkinni er ískalt á næturnar og heitt í sólinni yfir daginn. Þrátt fyrir ástandið segist Jón ekki hafa haft þá tilfinningu að hann væri í hættu. Aðspurður hvernig tilfinningin sé að vera á svona átakasvæði segir Jón það fyrst og fremst vera óöryggi. Þeir Ingi hafi hins vegar reynt að einbeita sér að verkefni sínu: að fylgjast með liðþjálfanum Steinunni Truesdale sem er frá Keflavík. Hún slasaðist í haust þegar bíll hennar varð fyrir sprengju og er að bíða eftir að komast heim. Jón segir fjölda augnablika sitja eftir í huga sér eftir ferðina. Ferðin heim hafi t.a.m. verið ævintýraleg því með í för hafi verið lík bandarísks hermanns sem fórst í vikunni og hermennirnir í vélinni hafi verið grátandi. Þáttur Jóns Ársæls um ferðina til Íraks er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ástandið á götum Íraks er ógnvekjandi. Þar er í raun stríðsástand og byssuskot heyrast nánast hvert sem er farið. Þetta segir Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður sem er nýkominn frá Írak. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem verið hafa í Írak frá því að stríðið þar hófst. Jón Ársæll var þar á ferð í vikunni ásamt Inga Ragnari Ingasyni myndatökumanni og hann segir ástandið eldfimt. Bandaríkjamenn séu undir daglegum, stöðugum árásum og fólk sé hrætt og taugaveiklað. Í Bagdad þar sem þeir félagar voru heyrast skothvellir nánast hvert sem farið er. Jón og Ingi voru á ferð með bandarískum hermönnum og bjuggu við sömu aðstæður og þeir. Í eyðimörkinni er ískalt á næturnar og heitt í sólinni yfir daginn. Þrátt fyrir ástandið segist Jón ekki hafa haft þá tilfinningu að hann væri í hættu. Aðspurður hvernig tilfinningin sé að vera á svona átakasvæði segir Jón það fyrst og fremst vera óöryggi. Þeir Ingi hafi hins vegar reynt að einbeita sér að verkefni sínu: að fylgjast með liðþjálfanum Steinunni Truesdale sem er frá Keflavík. Hún slasaðist í haust þegar bíll hennar varð fyrir sprengju og er að bíða eftir að komast heim. Jón segir fjölda augnablika sitja eftir í huga sér eftir ferðina. Ferðin heim hafi t.a.m. verið ævintýraleg því með í för hafi verið lík bandarísks hermanns sem fórst í vikunni og hermennirnir í vélinni hafi verið grátandi. Þáttur Jóns Ársæls um ferðina til Íraks er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira