Verðhækkanir komu á óvart 26. janúar 2005 00:01 Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækkanir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á fundaherferð flokksins um landið. "Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höfum haldið," segir Drífa. Hún samþykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. "Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum". Í umræðum á alþingi í nóvember á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki vilja fullyrði neitt verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunarkostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 prósent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskylda á Borðeyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfellsnesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að það þurfi að auka niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breytingunum. Sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. "Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækkanir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á fundaherferð flokksins um landið. "Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höfum haldið," segir Drífa. Hún samþykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. "Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum". Í umræðum á alþingi í nóvember á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki vilja fullyrði neitt verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunarkostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 prósent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskylda á Borðeyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfellsnesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að það þurfi að auka niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breytingunum. Sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. "Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira