Borgarfulltrúar leiti sér sálfræðihjálpar 23. janúar 2005 00:01 Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa sent iðnaðarráðuneytinu lögnámsbeiðni til að geta farið með vatnslögn frá borholum bæjarins í Vatnsendakrikum yfir land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk. Borgaryfirvöld meinuðu Kópavogsbæ um heimild til að leggja leiðsluna yfir land sitt í fyrra og samningaviðræður um málið sigldu í strand. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir málið allt vera með ólíkindum. Skýrt sé kveðið á um það í vatnalögum að bænum sé heimilt að leggja leiðsluna um landið. Kópavogur hafi keypt vatnsréttindi í Vatnsendakrika "Þeir vilja láta okkur kaupa vatn af sér með góðu eða illu," segir Gunnar I. "Við erum hins vegar að stofna vatnsveitu því það er mjög hagkvæmt fyrirtæki fyrir bæjarbúa. Það myndi þýða að vatnsskatturinn á bæjarbúa lækkar verulega." Gunnar I. segir mjög sérkennilegt og óþekkt að sveitarfélag neiti öðru sveitarfélagi um að fara með vatnsleiðslu um land. "Orkuveita Reykjavíkur er núna að byggja Hellisheiðarvirkjun og þarf að fara með leiðslur þaðan í gegnum Sandskeið. Ætli við neitum þeim ekki bara um það. Mér finnst það allt eins líklegt." Málið í heild sinni er alveg fáránlegt og í raun grátbroslegt að sögn Gunnars I. "Þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélag landsins getur það ekki kúgað hvern sem er í krafti stærðarinnar. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ættu kannski að leita sér sálfræðihjálpar vegna minnimáttakenndar gagnvart Kópavogi." Borgaryfirvöld líta svo á að Vatnsendakrikar séu eign Reykjavíkur því þeir hafi verið teknir eignarnámi árið 1949 og bætur greiddar fyrir. Gunnar Eydal borgarlögmaður segist telja að ráðuneytinu beri að vísa lögnámsbeiðninni frá þar sem óbyggðanefnd eigi eftir að úrskurða um svæðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa sent iðnaðarráðuneytinu lögnámsbeiðni til að geta farið með vatnslögn frá borholum bæjarins í Vatnsendakrikum yfir land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk. Borgaryfirvöld meinuðu Kópavogsbæ um heimild til að leggja leiðsluna yfir land sitt í fyrra og samningaviðræður um málið sigldu í strand. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir málið allt vera með ólíkindum. Skýrt sé kveðið á um það í vatnalögum að bænum sé heimilt að leggja leiðsluna um landið. Kópavogur hafi keypt vatnsréttindi í Vatnsendakrika "Þeir vilja láta okkur kaupa vatn af sér með góðu eða illu," segir Gunnar I. "Við erum hins vegar að stofna vatnsveitu því það er mjög hagkvæmt fyrirtæki fyrir bæjarbúa. Það myndi þýða að vatnsskatturinn á bæjarbúa lækkar verulega." Gunnar I. segir mjög sérkennilegt og óþekkt að sveitarfélag neiti öðru sveitarfélagi um að fara með vatnsleiðslu um land. "Orkuveita Reykjavíkur er núna að byggja Hellisheiðarvirkjun og þarf að fara með leiðslur þaðan í gegnum Sandskeið. Ætli við neitum þeim ekki bara um það. Mér finnst það allt eins líklegt." Málið í heild sinni er alveg fáránlegt og í raun grátbroslegt að sögn Gunnars I. "Þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélag landsins getur það ekki kúgað hvern sem er í krafti stærðarinnar. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ættu kannski að leita sér sálfræðihjálpar vegna minnimáttakenndar gagnvart Kópavogi." Borgaryfirvöld líta svo á að Vatnsendakrikar séu eign Reykjavíkur því þeir hafi verið teknir eignarnámi árið 1949 og bætur greiddar fyrir. Gunnar Eydal borgarlögmaður segist telja að ráðuneytinu beri að vísa lögnámsbeiðninni frá þar sem óbyggðanefnd eigi eftir að úrskurða um svæðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira