Höfðu heimild til að taka ákvörðun 22. janúar 2005 00:01 Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu fulla lagalega heimild til þess að taka einir þá ákvörðun að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta segir Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Helsta þrætuefni íslenskra stjórnmála síðustu vikna og mánaða er hvort Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni hafi verið heimilt að lýsa yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak fyrir tveimur árum. Þrætan er pólitísks eðlis en forseti lagadeildar segir engan vafa leika á lagalegri heimild forystumanna stjórnarflokkanna til þeirrar ákvörðunar. Hún sé ekki þess eðlis að það þurfi að bera hana undir Alþingi samkvæmt stjórnarskrá og þess vegna hafi þessir æðstu handhafar framkvæmdavaldsins fulla heimild til að taka ákvörðunina og beri pólitíska ábyrgð á henni. Þá hefur mikið verið deilt um hvort ráðherrarnir hafi ráðfært sig við utanríkismálanefnd áður en ákvörðunin var tekin og ekki síður rifist um hvort þeim hafi borið skylda til þess og er bent á að 24. grein þingskaparlaga segi: „Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Eiríkur segir að í raun sé ekki alveg ljóst hvað felist nákvæmlega í þessu ákvæði vegna þess að hugtakið meiri háttar utanríkismál geti merkt ansi margt. Það geti verið mál í heild sinni, eins og Íraksmálið, eða allar ákvarðanir sem teknar séu í tengslum við það mál og geti talist meiri háttar. Eiríkur telur rétt að skoða hvort ástæða sé til að skerpa orðalag greinarinnar en ekki síður að kanna hvernig þessu ákvæði hafi verið beitt hingað til. Hann segir að sér virðist fljótt á litið að ýmsar ákvarðanir í meiri háttar málum hafi alls ekki verið bornar undir utanríkismálanefnd og ef svo sé, sé ekki um neitt frávik að ræða í þessu tilviki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu fulla lagalega heimild til þess að taka einir þá ákvörðun að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta segir Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Helsta þrætuefni íslenskra stjórnmála síðustu vikna og mánaða er hvort Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni hafi verið heimilt að lýsa yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak fyrir tveimur árum. Þrætan er pólitísks eðlis en forseti lagadeildar segir engan vafa leika á lagalegri heimild forystumanna stjórnarflokkanna til þeirrar ákvörðunar. Hún sé ekki þess eðlis að það þurfi að bera hana undir Alþingi samkvæmt stjórnarskrá og þess vegna hafi þessir æðstu handhafar framkvæmdavaldsins fulla heimild til að taka ákvörðunina og beri pólitíska ábyrgð á henni. Þá hefur mikið verið deilt um hvort ráðherrarnir hafi ráðfært sig við utanríkismálanefnd áður en ákvörðunin var tekin og ekki síður rifist um hvort þeim hafi borið skylda til þess og er bent á að 24. grein þingskaparlaga segi: „Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Eiríkur segir að í raun sé ekki alveg ljóst hvað felist nákvæmlega í þessu ákvæði vegna þess að hugtakið meiri háttar utanríkismál geti merkt ansi margt. Það geti verið mál í heild sinni, eins og Íraksmálið, eða allar ákvarðanir sem teknar séu í tengslum við það mál og geti talist meiri háttar. Eiríkur telur rétt að skoða hvort ástæða sé til að skerpa orðalag greinarinnar en ekki síður að kanna hvernig þessu ákvæði hafi verið beitt hingað til. Hann segir að sér virðist fljótt á litið að ýmsar ákvarðanir í meiri háttar málum hafi alls ekki verið bornar undir utanríkismálanefnd og ef svo sé, sé ekki um neitt frávik að ræða í þessu tilviki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira