Ráðherra vill aukið eftirlit 21. janúar 2005 00:01 Ráðuneytið hefur ekki haft starfsemi erlends, ólöglegs vinnuafls í byggingariðnaði hér á landi sérstaklega til skoðunar undanfarna daga, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, telur að slík atvinnustarfsemi hafi aukist hratt á síðustu misserum. Sé hún farin að hafa áhrif á markaðslaun í byggingariðnaði. ".Athygli mín hefur verið vakin á þessu," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um málið. "Við höfum rætt þetta við dómsmálaráðherra og ég tel að það sé full ástæða til að auka þetta eftirlit." " Lögreglan sinnir þessu eftirliti," sagði Björn. "Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ekki bein afskipti af þessum málum. Ráðuneytið hefur á hinn bóginn lagt á það ríka áherslu, að lögregla sinni þessu eftirliti. Þessari áherslu til áréttingar hefur til dæmis verið efnt til sérstakrar fræðslu um eftirlitið og framkvæmd þess fyrir stjórnendur lögreglunnar á vegum Lögregluskóla ríkisins auk þess sem sérstök námskeið hafa verið fyrir lögreglumenn." Spurður hvort dómsmálaráðuneytið hygðist hafast eitthvað frekar að til að sporna við þessari þróun, sagði Björn að ráðuneytið og stofnanir á þess vegum færu að lögum við töku ákvarðana um komu útlendinga til landsins og eftirlit á þessu sviði. "Ef skipulega er staðið að því til dæmis að flytja inn ólöglegt vinnuafl frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, en launþegar nýju ESB-ríkjanna þurfa hér atvinnu- og dvalarleyfi, er það sérstakt viðfangsefni fyrir lögregluna," sagði ráðherra. Hann sagði að félagsmálaráðuneytið hefði frá því á síðasta hausti haft frumkvæði að samráðs- og samstarfsfundum ráðuneytanna og stofnana þeirra um þessi mál. "Útgáfa dvalarleyfa útlendinga er á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en atvinnuleyfa á vegum félagsmálaráðuneytisins." sagði Björn. "Það eru tvær stofnanir Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, sem fjalla um leyfisumsóknir. Ég hef látið í ljós þá skoðun, að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa eigi að vera á einni hendi og á verksviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, með því yrði stjórnsýslan einfölduð og tryggð betri samfella milli leyfisveitinga og eftirlits." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Ráðuneytið hefur ekki haft starfsemi erlends, ólöglegs vinnuafls í byggingariðnaði hér á landi sérstaklega til skoðunar undanfarna daga, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, telur að slík atvinnustarfsemi hafi aukist hratt á síðustu misserum. Sé hún farin að hafa áhrif á markaðslaun í byggingariðnaði. ".Athygli mín hefur verið vakin á þessu," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um málið. "Við höfum rætt þetta við dómsmálaráðherra og ég tel að það sé full ástæða til að auka þetta eftirlit." " Lögreglan sinnir þessu eftirliti," sagði Björn. "Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ekki bein afskipti af þessum málum. Ráðuneytið hefur á hinn bóginn lagt á það ríka áherslu, að lögregla sinni þessu eftirliti. Þessari áherslu til áréttingar hefur til dæmis verið efnt til sérstakrar fræðslu um eftirlitið og framkvæmd þess fyrir stjórnendur lögreglunnar á vegum Lögregluskóla ríkisins auk þess sem sérstök námskeið hafa verið fyrir lögreglumenn." Spurður hvort dómsmálaráðuneytið hygðist hafast eitthvað frekar að til að sporna við þessari þróun, sagði Björn að ráðuneytið og stofnanir á þess vegum færu að lögum við töku ákvarðana um komu útlendinga til landsins og eftirlit á þessu sviði. "Ef skipulega er staðið að því til dæmis að flytja inn ólöglegt vinnuafl frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, en launþegar nýju ESB-ríkjanna þurfa hér atvinnu- og dvalarleyfi, er það sérstakt viðfangsefni fyrir lögregluna," sagði ráðherra. Hann sagði að félagsmálaráðuneytið hefði frá því á síðasta hausti haft frumkvæði að samráðs- og samstarfsfundum ráðuneytanna og stofnana þeirra um þessi mál. "Útgáfa dvalarleyfa útlendinga er á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en atvinnuleyfa á vegum félagsmálaráðuneytisins." sagði Björn. "Það eru tvær stofnanir Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, sem fjalla um leyfisumsóknir. Ég hef látið í ljós þá skoðun, að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa eigi að vera á einni hendi og á verksviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, með því yrði stjórnsýslan einfölduð og tryggð betri samfella milli leyfisveitinga og eftirlits."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira