Guðni segir slag óheppilegan 15. janúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki þurfa á átökum að halda á flokksþingi sem haldið verður í lok næsta mánaðar. "Margir eru að gæla við þá hugsun að það komi mótframboð. Oft er það þannig þegar flokkar eiga á brattann að sækja að þá sé best að skipta um varaformann! Ég á nú ekki von á mótframboði og þótt það kæmi hræðist ég það ekki. Ég hef búið við þá gæfu síðustu árin - af því ég tek mark á Gallupkönnunum - að staða mín er mjög sterk meðal framsóknarmanna í landinu. Ánægja með mín störf hefur verið frá 83 prósentum og upp í 94 prósent," segir Guðni. "Ég vil halda áfram að vera stýrimaður um borð á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins og dreg mig ekki í hlé á meðan flokksmenn treysta mér. Átök við mig á þessu stigi væru mjög óheppileg, eins og staðan er núna. Við þurfum miklu frekar að standa saman á þessu þingi þar sem við ræðum málefni og mótum framtíð næstu ára, frekar en takast á við hvern annan innbyrðis." Guðni neitar því þó ekki að oft sé talað um einn af vélstjórunum í flokknum, Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem erfðaprins flokksins. "Það er allt annað mál. Við eigum ungt og efnilegt fólk í Framsóknarflokknum, þar á meðal vin minn Árna Magnússon, sem ég hef mikla trú á og bind miklar vonir við sem stjórnmálamann. Ég er ekkert að hugsa lengra en varaformanninum ber um þessar mundir og líður vel í því embætti, svo og í pólitík. Ég get vel hugsað mér að verða formaður flokksins ef svo ber undir, en bind ekki mína drauma við það. Árni Magnússon hefur gott af því að öðlast þroska eins og aðrir og lenda í stórsjó með reyndum mönnum áður en lengra er haldið. Það kann vel að vera að hann sé erfðaprins, en allir flokkar þurfa að eiga sér erfðaprinsa eða -prinsessur. Framsóknarflokkurinn býr vel hvað það varðar." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki þurfa á átökum að halda á flokksþingi sem haldið verður í lok næsta mánaðar. "Margir eru að gæla við þá hugsun að það komi mótframboð. Oft er það þannig þegar flokkar eiga á brattann að sækja að þá sé best að skipta um varaformann! Ég á nú ekki von á mótframboði og þótt það kæmi hræðist ég það ekki. Ég hef búið við þá gæfu síðustu árin - af því ég tek mark á Gallupkönnunum - að staða mín er mjög sterk meðal framsóknarmanna í landinu. Ánægja með mín störf hefur verið frá 83 prósentum og upp í 94 prósent," segir Guðni. "Ég vil halda áfram að vera stýrimaður um borð á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins og dreg mig ekki í hlé á meðan flokksmenn treysta mér. Átök við mig á þessu stigi væru mjög óheppileg, eins og staðan er núna. Við þurfum miklu frekar að standa saman á þessu þingi þar sem við ræðum málefni og mótum framtíð næstu ára, frekar en takast á við hvern annan innbyrðis." Guðni neitar því þó ekki að oft sé talað um einn af vélstjórunum í flokknum, Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem erfðaprins flokksins. "Það er allt annað mál. Við eigum ungt og efnilegt fólk í Framsóknarflokknum, þar á meðal vin minn Árna Magnússon, sem ég hef mikla trú á og bind miklar vonir við sem stjórnmálamann. Ég er ekkert að hugsa lengra en varaformanninum ber um þessar mundir og líður vel í því embætti, svo og í pólitík. Ég get vel hugsað mér að verða formaður flokksins ef svo ber undir, en bind ekki mína drauma við það. Árni Magnússon hefur gott af því að öðlast þroska eins og aðrir og lenda í stórsjó með reyndum mönnum áður en lengra er haldið. Það kann vel að vera að hann sé erfðaprins, en allir flokkar þurfa að eiga sér erfðaprinsa eða -prinsessur. Framsóknarflokkurinn býr vel hvað það varðar."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira