Alfreð segist ekki hætta 13. janúar 2005 00:01 Alfreð Þorsteinsson ætlar að gefa kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum eftir hálft annað ár og styður áframhaldandi framboð R-listans. Borgarmálaráð Framsóknarflokksins ákvað á fundi sínum í gær að hefja sem fyrst umræður um framboðsmál flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar vorið 2006. Umræðurnar hófust raunar á vefsíðu flokksfélagsins í Reykjavík um síðustu helgi þegar Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík norður, sagðist vilja sérstakt framboð flokksins og sagði Alfreð Þorsteinsson ótrúverðugan: "Við erum að týnast inni í R-listasamstarfinu og ég tel að okkar fulltrúi, ef ég tek sem dæmi Alfreð Þorsteinsson, hefur haft 35 ár í pólitík til að koma sínu fram." Alfreð segir að árafjöldinn skipti ekki máli. "Ýmsir stjórnmálamenn eiga langan og farsælan feril í stjórnmálum að baki eins og Halldór Ásgrímsson." Halldór hefur sem kunnugt er verið nær sleitulaust þingmaður og ráðherra í rúm þrjátíu ár. Anna Kristinsdóttir, hinn borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík, hefur líka blandað sér í umræðuna. Um gagnrýni á Alfreð Þorsteinsson segir hún: "Enginn er eilífur í pólítik" en segist sjálf ekki hafa skoðun á því hvort hann eigi að halda áfram: "Hann verður að gera það upp við sig sjálfur." Anna segist ekki heldur vilja kveða upp úr um hvort hún fylgi áframhaldandi R-listasamstarfinu en bendir þó á að kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum hefði dugað til að fá einn mann kjörinn en þyrfti að aukast úr um 11,5 prósentum í fjórtán til að fá annan mann kjörinn og óvíst væri hvort flokkurinn kæmist í meirihlutasamstarf. Alfreð segir að Framsóknarflokkurinn fengi 10 til15 prósent atkvæða í borginni byði hann fram sér. "Hins vegar myndu atkvæði flokkanna sem standa að R-listanum nýtast illa byðu þeir fram hver í sínu lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur af þessum sökum margsinnis fengið meirihluta borgarfulltrúa þótt hann hafi ekki meirihluta atkvæða." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson ætlar að gefa kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum eftir hálft annað ár og styður áframhaldandi framboð R-listans. Borgarmálaráð Framsóknarflokksins ákvað á fundi sínum í gær að hefja sem fyrst umræður um framboðsmál flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar vorið 2006. Umræðurnar hófust raunar á vefsíðu flokksfélagsins í Reykjavík um síðustu helgi þegar Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík norður, sagðist vilja sérstakt framboð flokksins og sagði Alfreð Þorsteinsson ótrúverðugan: "Við erum að týnast inni í R-listasamstarfinu og ég tel að okkar fulltrúi, ef ég tek sem dæmi Alfreð Þorsteinsson, hefur haft 35 ár í pólitík til að koma sínu fram." Alfreð segir að árafjöldinn skipti ekki máli. "Ýmsir stjórnmálamenn eiga langan og farsælan feril í stjórnmálum að baki eins og Halldór Ásgrímsson." Halldór hefur sem kunnugt er verið nær sleitulaust þingmaður og ráðherra í rúm þrjátíu ár. Anna Kristinsdóttir, hinn borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík, hefur líka blandað sér í umræðuna. Um gagnrýni á Alfreð Þorsteinsson segir hún: "Enginn er eilífur í pólítik" en segist sjálf ekki hafa skoðun á því hvort hann eigi að halda áfram: "Hann verður að gera það upp við sig sjálfur." Anna segist ekki heldur vilja kveða upp úr um hvort hún fylgi áframhaldandi R-listasamstarfinu en bendir þó á að kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum hefði dugað til að fá einn mann kjörinn en þyrfti að aukast úr um 11,5 prósentum í fjórtán til að fá annan mann kjörinn og óvíst væri hvort flokkurinn kæmist í meirihlutasamstarf. Alfreð segir að Framsóknarflokkurinn fengi 10 til15 prósent atkvæða í borginni byði hann fram sér. "Hins vegar myndu atkvæði flokkanna sem standa að R-listanum nýtast illa byðu þeir fram hver í sínu lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur af þessum sökum margsinnis fengið meirihluta borgarfulltrúa þótt hann hafi ekki meirihluta atkvæða."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira