Fylgjast með ferðum til Íslands 12. janúar 2005 00:01 Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafulltrúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dómurinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í ferðatöskur. Hann segir skip og flugvélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýskalandi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæsluvarðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fangelsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýskum smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýskalandi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn segist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera alvarlegt, einkum vegna magns kókaínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvarlegustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mælikvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýsingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn "Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt," segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda útgerðinni í málið þó að tveir starfsmenn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Samkvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Sérstaklega er leitað í skipum og flugvélum á leið til Íslands, að sögn upplýsingafulltrúa hjá tollinum í Bremerhaven, en tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af fíkniefnum fundust um borð í Hauki ÍS. Upplýsingafulltrúinn segir Íslendingana ekkert hafa gefið upp í yfirheyrslum sem gæti gert það að verkum að dómurinn yfir þeim yrði þyngri en ella. Málið stórt á þýskan mælikvarða Þrjú og hálft kíló af kókaíni og sama magn af hassi fundust í skipsklefum mannanna þar sem efnunum hafði verið pakkað í ferðatöskur. Hann segir skip og flugvélar á leið til Íslands undir meira eftirlit eftir að stórt mál kom upp í Þýskalandi á síðasta ári. Fimm til sex sinnum hærra verð fæst fyrir fíkniefni á Íslandi en í Þýskalandi. 24 ára karlmaður var handtekinn í Þýskalandi seinni hluta síðasta árs með tíu kíló af hassi í bílaleigubíl sem maðurinn og kærasta hans ferðuðust í. Kærastan fékk að fara heim til Íslands en hann er í gæsluvarðhaldi. Þá sitja Rúnar Ben Maitsland og Þjóðverjinn Clause Friehe af sér fangelsisdóma hér á landi sem þeir fengu fyrir innflutning á tæpum 900 grömmum af amfetamíni og tæpu kílói af kannabis. Mál Maitsland og Friehe tengdist þýskum smyglhring þar sem höfuðpaurinn Shröder var dæmdur til margra ára fangelsis í Þýskalandi. Upplýsingafulltrúi tollsins í Bremerhaven segir aðra skipverja á Hauki ÍS ekki liggja undir grun. Þeir sem voru teknir eru 50 ára og 38 ára gamlir og hefur sá yngri áður komið við sögu lögreglu. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi og hafa engin samskipti við aðra fanga en geta þó fengið heimsóknir undir eftirliti og samkvæmt ákveðnum reglum. Upplýsingafulltrúinn segist ekki geta sagt til um hversu lengi mennirnir verða í haldi en það verði þó þar til dómur gengur í málinu. Hann segir málið vera alvarlegt, einkum vegna magns kókaínsins. Málið sé þó ekki í hópi alvarlegustu málanna þar í landi heldur sé það meðalstórt á þýskan mælikvarða. Hámarksrefsing við brotinu er fimmtán ára fangelsi en upplýsingafulltrúinn segir ólíklegt að mennirnir fái svo þungan dóm. Maður sem var tekinn með eitt og hálft kíló af kókaíni í Þýskanlandi hlaut nýverið sjö ára fangelsi en hann hafði margoft brotið af sér áður. Fíkniefnin verðmætari en aflinn "Ég hef ekkert um málið að segja, mér finnst það bara sorglegt," segir Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, og bætir við að honum finnist óviðeigandi að blanda útgerðinni í málið þó að tveir starfsmenn hennar hafi brotið af sér. Eiríkur segir að ekki hafi fiskast vel að undanförnu. Samkvæmt heimildum blaðsins fór Haukur ÍS með rúm sjötíu tonn af karfa og tíu kíló af þorski til Þýskalands. Verðmæti aflans er talið vera á bilinu ellefu til fjórtán milljónir. Reyndur sjómaður sagði í samtali við blaðið að margir teldu hæpið að sigla til Þýskalands með ekki meiri verðmæti en þetta. Mat þýska tollsins er að söluverðmæti fíkniefnanna, sem tekin voru um borð í Hauki ÍS, sé um fimmtíu milljónir ef þau eru seld á Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira