Nefnd skoðar ásakanir á Impregilo 13. október 2005 15:20 Sérstakri nefnd ráðuneytisstjóra verður falið að rannsaka þær ásakanir sem hafa komið fram á verktakafyrirtækið Impreglio. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en alls heyra umsvif fyrirtækisins hér á landi undir tíu ráðuneyti. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram á hendur Impregilo, t.a.m. hvað varðar skattskil, launamál og aðbúnað starfsmanna. Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem lagði málið fyrir á ríkisstjórnarfundinum í morgun, segir að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytisstjórarnir komi saman sem fyrst til að fara yfir málið. Hann á jafnvel von á því að það verði í þessari viku. Málið verður hins vegar ekki leyst á einum fundi að sögn ráðherrans en hann segir eitthvað í því eiga við rök að styðjast, annað ekki. Mörgum er í fersku minni þegar formaður Framsóknarflokksins þakkaði Impreglio sérstaklega fyrir að hafa boðið í verkið við Kárahnjúka og taldi það boð forsendu þess að hægt var að hefjast handa fyrr en ella. En er komið á daginn að þetta hafi verið mistök? Félagsmálaráðherra segir málið ekki snúast eingöngu um eitt fyrirtæki heldur stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og eina stærstu framkvæmd í Evrópu. Það kunni vel að vera að eitthvað í ferlinu þurfi að bæta og þá verði það gert. Þær raddir hafa heyrst að Impregilo hafi kverkatak á stjórnvöldum þar sem allar frekari tafir á verkinu geti kallað á háa skaðabótakröfu frá eigendum álversins - að þetta valdi því að fyrirtækið fái sérstaka meðferð. Félagsmálaráðherra hafnar því að verið sé að taka á fyrirtækinu með silkihönskum heldur fái það sömu meðferð og önnur fyrirtæki. En hvort að verkið tefst eða því verði flýtt segir ráðherra það ekki koma málinu við. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Sérstakri nefnd ráðuneytisstjóra verður falið að rannsaka þær ásakanir sem hafa komið fram á verktakafyrirtækið Impreglio. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en alls heyra umsvif fyrirtækisins hér á landi undir tíu ráðuneyti. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram á hendur Impregilo, t.a.m. hvað varðar skattskil, launamál og aðbúnað starfsmanna. Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem lagði málið fyrir á ríkisstjórnarfundinum í morgun, segir að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytisstjórarnir komi saman sem fyrst til að fara yfir málið. Hann á jafnvel von á því að það verði í þessari viku. Málið verður hins vegar ekki leyst á einum fundi að sögn ráðherrans en hann segir eitthvað í því eiga við rök að styðjast, annað ekki. Mörgum er í fersku minni þegar formaður Framsóknarflokksins þakkaði Impreglio sérstaklega fyrir að hafa boðið í verkið við Kárahnjúka og taldi það boð forsendu þess að hægt var að hefjast handa fyrr en ella. En er komið á daginn að þetta hafi verið mistök? Félagsmálaráðherra segir málið ekki snúast eingöngu um eitt fyrirtæki heldur stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og eina stærstu framkvæmd í Evrópu. Það kunni vel að vera að eitthvað í ferlinu þurfi að bæta og þá verði það gert. Þær raddir hafa heyrst að Impregilo hafi kverkatak á stjórnvöldum þar sem allar frekari tafir á verkinu geti kallað á háa skaðabótakröfu frá eigendum álversins - að þetta valdi því að fyrirtækið fái sérstaka meðferð. Félagsmálaráðherra hafnar því að verið sé að taka á fyrirtækinu með silkihönskum heldur fái það sömu meðferð og önnur fyrirtæki. En hvort að verkið tefst eða því verði flýtt segir ráðherra það ekki koma málinu við.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira