Virkjar nýjar stöðvar í heilanum 13. október 2005 15:20 "Ég tel mikilvægt að skilja menningarheim heyrnarlausra, og það mun vonandi skila sér í betri sýningum frá mér," segir Margrét en auk táknmáls lærir hún um menningu og sögu heyrnarlausra, málfræði táknmáls og félagslega stöðu þess. "Það er heilmikil stúdía í þessu, ég er ekki bara að læra tákn," segir Margrét, sem dregur ekki úr því hversu flókið það er að læra táknmál. "Það kom mér á óvart hversu lengi maður er að læra táknmál, en maður er að virkja nýjar stöðvar í heilanum og öll sú kunnátta sem maður hefur úr öðrum tungumálum nýtist manni ekki neitt," segir Margrét, sem bætir því við að hún ruglist nú stundum á táknum og hafi þá sagt dónalega hluti. "Það skiptir máli hvernig maður segir hlutina," segir Margrét og hlær. Námið í táknmálsfræðinni er hægt að taka á tveimur árum eða þremur og þá öðlast maður réttindi sem táknmálstúlkur. "Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég taki þriðja árið en ég efast ekki um að túlkunin muni nýtast mér þar sem sýningarnar mína eru túlkaðar," segir Margrét. Þessa stundina er Margrét að vinna að handriti að sýningu ásamt Lailu Margréti sem kallast Viðtalið. "Verkið fjallar um mæðgur þar sem dóttirinn er heyrnarlaus, en hún elst upp á þeim tíma þegar bannað var að kenna heyrnarlausum börnum táknmál," segir Margrét og lýsir því hvernig samskipti mæðgnanna hafa orðið að engu af þeim sökum. "Ég tel algera grunnforsendu að skilja menningarheim heyrnarlausra til að geta verið honum trú í verkum mínum," segir Margrét að lokum. Nám Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég tel mikilvægt að skilja menningarheim heyrnarlausra, og það mun vonandi skila sér í betri sýningum frá mér," segir Margrét en auk táknmáls lærir hún um menningu og sögu heyrnarlausra, málfræði táknmáls og félagslega stöðu þess. "Það er heilmikil stúdía í þessu, ég er ekki bara að læra tákn," segir Margrét, sem dregur ekki úr því hversu flókið það er að læra táknmál. "Það kom mér á óvart hversu lengi maður er að læra táknmál, en maður er að virkja nýjar stöðvar í heilanum og öll sú kunnátta sem maður hefur úr öðrum tungumálum nýtist manni ekki neitt," segir Margrét, sem bætir því við að hún ruglist nú stundum á táknum og hafi þá sagt dónalega hluti. "Það skiptir máli hvernig maður segir hlutina," segir Margrét og hlær. Námið í táknmálsfræðinni er hægt að taka á tveimur árum eða þremur og þá öðlast maður réttindi sem táknmálstúlkur. "Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég taki þriðja árið en ég efast ekki um að túlkunin muni nýtast mér þar sem sýningarnar mína eru túlkaðar," segir Margrét. Þessa stundina er Margrét að vinna að handriti að sýningu ásamt Lailu Margréti sem kallast Viðtalið. "Verkið fjallar um mæðgur þar sem dóttirinn er heyrnarlaus, en hún elst upp á þeim tíma þegar bannað var að kenna heyrnarlausum börnum táknmál," segir Margrét og lýsir því hvernig samskipti mæðgnanna hafa orðið að engu af þeim sökum. "Ég tel algera grunnforsendu að skilja menningarheim heyrnarlausra til að geta verið honum trú í verkum mínum," segir Margrét að lokum.
Nám Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira