Börnin krefjast 22 milljóna 6. janúar 2005 00:01 Hákon Eydal játaði fyrir dómi í morgun að hafa banað Sri Rhamawati, barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Börn hennar krefja hann um tæplega tuttugu og tvær milljónir króna í bætur. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hákoni er gefið að sök að hafa 4. júlí síðastliðinn veist að Sri á heimili sínu við Stórholt í Reykjavík með kúbeini og slegið hana með því fjórum sinnum í höfuðið svo lífshættulegir höfuðáverkar hlutust af, og að hafa í þrígang vafið taubelti um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Þetta telst varða við 211. grein hegningarlaga þar sem viðurlögin eru allt að ævilangt fangelsi en ekki skemmra en fimm ár. Fyrir dómi í morgun játið Hákon að hafa banað Sri en sagðist ekki viss um hvort hann hefði slegið hana fjórum sinnum í höfuðið eða sjaldnar, né hversu oft hann hefði þrengt belti um háls hennar. Börn Sri krefjast skaðabóta, samanlagt tæplega 22 milljóna króna. Hákon sagðist ekki gera athugasemdir við þær kröfur. Milliþinghald verður í málinu 20. janúar þar sem meðal annars verður fjallað um mat á geðheilbrigði Hákonar. Hann er talinn sakhæfur og ekki ósáttur við það, hins vegar séu nokkur atriði í matinu sem hann er ekki sáttur við. Þingfesting málsins í morgun dróst um hálfa klukkustund og var Hákon í fylgd lögreglumanns sem og fangavarða. Skýringin á fylgdinni og seinkuninni er sú að Hákon mun hafa verið ósáttur við að fara í Héraðsdóm og varð nokkuð þref um það áður en lagt var af stað. Í öryggisskyni var því ákveðið að lögreglumaður fylgdi honum einnig. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Hákon Eydal játaði fyrir dómi í morgun að hafa banað Sri Rhamawati, barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Börn hennar krefja hann um tæplega tuttugu og tvær milljónir króna í bætur. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hákoni er gefið að sök að hafa 4. júlí síðastliðinn veist að Sri á heimili sínu við Stórholt í Reykjavík með kúbeini og slegið hana með því fjórum sinnum í höfuðið svo lífshættulegir höfuðáverkar hlutust af, og að hafa í þrígang vafið taubelti um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Þetta telst varða við 211. grein hegningarlaga þar sem viðurlögin eru allt að ævilangt fangelsi en ekki skemmra en fimm ár. Fyrir dómi í morgun játið Hákon að hafa banað Sri en sagðist ekki viss um hvort hann hefði slegið hana fjórum sinnum í höfuðið eða sjaldnar, né hversu oft hann hefði þrengt belti um háls hennar. Börn Sri krefjast skaðabóta, samanlagt tæplega 22 milljóna króna. Hákon sagðist ekki gera athugasemdir við þær kröfur. Milliþinghald verður í málinu 20. janúar þar sem meðal annars verður fjallað um mat á geðheilbrigði Hákonar. Hann er talinn sakhæfur og ekki ósáttur við það, hins vegar séu nokkur atriði í matinu sem hann er ekki sáttur við. Þingfesting málsins í morgun dróst um hálfa klukkustund og var Hákon í fylgd lögreglumanns sem og fangavarða. Skýringin á fylgdinni og seinkuninni er sú að Hákon mun hafa verið ósáttur við að fara í Héraðsdóm og varð nokkuð þref um það áður en lagt var af stað. Í öryggisskyni var því ákveðið að lögreglumaður fylgdi honum einnig.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira