Atvinnumennska innan fimm ára 14. nóvember 2005 07:00 Teitur Þórðarson segir að atvinnumennska á íslandi sé á næsta leiti. fréttablaðið//valli Teitur Þórðarson, þjálfari KR, telur að atvinnumennska verði við lýði í íslenskum fótbolta innan fimm ára og bendir, máli sínu til stuðnings, á að peningarnir í íslenskum fótbolta í dag séu oft á tíðum síst minni en hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni. "Þegar ég var úti í Noregi að þjálfa Brann og Lyn á sínum tíma þá voru þetta ekki atvinnumenn," sagði Teitur við Fréttablaðið í gær. "Atvinnumennskan kemur ekki til Noregs fyrr en 1994 og þá var það mjög algengt að menn væru í hlutastörfum með fótboltanum. Menn æfðu klukkan sex á morgnana og svo aftur seinna um daginn og þannig hefur þetta byggst upp í Noregi og Skandinavíu. Það sama er að gerast hérna núna. Eftir nokkur ár verða félögin hér orðin atvinnufélög svo þetta breytist allt saman. Þetta er framtíðin á Íslandi. Við héldum á sínum tíma að þetta væri ekki framtíðin í Noregi eða Skandinavíu en þetta hefur gjörbreyst allt saman þarna úti og það er alls staðar atvinnumennska. Eftir allar þær breytingar sem hafa orðið hér á nokkrum árum þá tel ég að þetta gerist innan fimm ára, það er að segja að einhver af þessum liðum hérna á Íslandi verði orðin meira eða minna atvinnulið," segir Teitur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá að undanförnu fara laun leikmanna á Íslandi síhækkandi og eru dæmi um að menn þéni allt að fimm milljónir á ári fyrir það eitt að spila fótbolta en Teitur segir það mun hærri laun en hjá mörgum leikmönnum í Noregi. "Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því en vissulega er verið að borga mjög góð laun á sumum stöðum hérna á Íslandi. Launin í Noregi eru vissulega góð, bestu liðin í Noregi eru að borga mjög vel og sumir leikmenn þar eru að þéna 30 milljónir á ári," segir Teitur og bætir við að sjálfsagt séu margir leikmenn hér á landi sem þéni ekkert minna en kollegar þeirra í Noregi. "Þó svo að menn séu atvinnumenn eru þeir ekki á neinum gríðarlega háum launum. Það eru stóru liðin sem borga rosalega vel en í öðrum liðum eru menn að hafa kannski þrjár milljónir á ári. Ég get nefnt Ålesund sem dæmi, þeir féllu reyndar úr efstu deildinni í Noregi núna en þar eru margir leikmenn sem eru ekki að þéna þrjár milljónir á ári. Það sama gildir um fleiri lið," segir Teitur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Teitur Þórðarson, þjálfari KR, telur að atvinnumennska verði við lýði í íslenskum fótbolta innan fimm ára og bendir, máli sínu til stuðnings, á að peningarnir í íslenskum fótbolta í dag séu oft á tíðum síst minni en hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni. "Þegar ég var úti í Noregi að þjálfa Brann og Lyn á sínum tíma þá voru þetta ekki atvinnumenn," sagði Teitur við Fréttablaðið í gær. "Atvinnumennskan kemur ekki til Noregs fyrr en 1994 og þá var það mjög algengt að menn væru í hlutastörfum með fótboltanum. Menn æfðu klukkan sex á morgnana og svo aftur seinna um daginn og þannig hefur þetta byggst upp í Noregi og Skandinavíu. Það sama er að gerast hérna núna. Eftir nokkur ár verða félögin hér orðin atvinnufélög svo þetta breytist allt saman. Þetta er framtíðin á Íslandi. Við héldum á sínum tíma að þetta væri ekki framtíðin í Noregi eða Skandinavíu en þetta hefur gjörbreyst allt saman þarna úti og það er alls staðar atvinnumennska. Eftir allar þær breytingar sem hafa orðið hér á nokkrum árum þá tel ég að þetta gerist innan fimm ára, það er að segja að einhver af þessum liðum hérna á Íslandi verði orðin meira eða minna atvinnulið," segir Teitur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá að undanförnu fara laun leikmanna á Íslandi síhækkandi og eru dæmi um að menn þéni allt að fimm milljónir á ári fyrir það eitt að spila fótbolta en Teitur segir það mun hærri laun en hjá mörgum leikmönnum í Noregi. "Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því en vissulega er verið að borga mjög góð laun á sumum stöðum hérna á Íslandi. Launin í Noregi eru vissulega góð, bestu liðin í Noregi eru að borga mjög vel og sumir leikmenn þar eru að þéna 30 milljónir á ári," segir Teitur og bætir við að sjálfsagt séu margir leikmenn hér á landi sem þéni ekkert minna en kollegar þeirra í Noregi. "Þó svo að menn séu atvinnumenn eru þeir ekki á neinum gríðarlega háum launum. Það eru stóru liðin sem borga rosalega vel en í öðrum liðum eru menn að hafa kannski þrjár milljónir á ári. Ég get nefnt Ålesund sem dæmi, þeir féllu reyndar úr efstu deildinni í Noregi núna en þar eru margir leikmenn sem eru ekki að þéna þrjár milljónir á ári. Það sama gildir um fleiri lið," segir Teitur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira