Efnahagsbrotadeildin ekki vön frávísunum 8. nóvember 2005 03:30 Frávísun frá héraðsdómi. Sveinn Andri Sveinsson, Halldór Jónsson og Ásgeir Þór Árnason lögmenn sjást hér í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. MYND/GVA "Þetta er mjög skrítið allt saman og bendir til þess að menn hafi ekki legið sérstaklega yfir þessu. Þarna eru villur sem benda til þess að menn hafi bara skrifað ákæruskjalið og ekki einu sinni lesið það yfir," segir Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Sveins Eyjólfssonar. Framhaldsákæru í máli ríkislögreglustjóra gegn Eyjólfi Sveinssyni, Sveini Eyjólfssyni og átta fyrrverandi forsvarsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í gær vísað frá héraðsdómi. Framhaldsákæran var gefin út þegar ljóst varð að rangar tölur var að finna í hluta ákærunnar. Í úrskurðinum segir Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari að villur í ákærunni varði grundvöll verknaðarlýsingar og sé vart um smávægilegar villur að ræða. Málið er höfðað gegn stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja en Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota fyrir þremur árum og námu kröfur í þrotabúið 2,2 milljörðum króna. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að embættið taki þessari frávísun vitanlega alvarlega. "Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum," segir Jón. Hann segir að mistök hafi átt sér stað í ritvinnslunni sem höfðu það í för með sér að sundurliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. "Þarna eru verknaðarlýsingar sem eru réttar og ekkert hefur verið efast um. Við þurfum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað þarf að gera til þess að málið fái efnislega meðferð," segir Jón. Verjendur í málinu sögðu meðal annars fyrir dómi að G-liður framhaldsákærunnar væri algerlega óskiljanlegur, væri hann borinn saman við upphaflega ákæru og því illmögulegt fyrir verjanda að átta sig á hvernig taka á til varna. "Í ákærunni er í mörgum af þessum liðum ekki ákærðir menn sem skattrannsóknarstjóri hefur kært, heldur einhverjir sem skattrannsóknarstjóri kærir bara alls ekki," segir Ragnar Hall. Dómsmál Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
"Þetta er mjög skrítið allt saman og bendir til þess að menn hafi ekki legið sérstaklega yfir þessu. Þarna eru villur sem benda til þess að menn hafi bara skrifað ákæruskjalið og ekki einu sinni lesið það yfir," segir Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Sveins Eyjólfssonar. Framhaldsákæru í máli ríkislögreglustjóra gegn Eyjólfi Sveinssyni, Sveini Eyjólfssyni og átta fyrrverandi forsvarsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í gær vísað frá héraðsdómi. Framhaldsákæran var gefin út þegar ljóst varð að rangar tölur var að finna í hluta ákærunnar. Í úrskurðinum segir Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari að villur í ákærunni varði grundvöll verknaðarlýsingar og sé vart um smávægilegar villur að ræða. Málið er höfðað gegn stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja en Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota fyrir þremur árum og námu kröfur í þrotabúið 2,2 milljörðum króna. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að embættið taki þessari frávísun vitanlega alvarlega. "Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum," segir Jón. Hann segir að mistök hafi átt sér stað í ritvinnslunni sem höfðu það í för með sér að sundurliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. "Þarna eru verknaðarlýsingar sem eru réttar og ekkert hefur verið efast um. Við þurfum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað þarf að gera til þess að málið fái efnislega meðferð," segir Jón. Verjendur í málinu sögðu meðal annars fyrir dómi að G-liður framhaldsákærunnar væri algerlega óskiljanlegur, væri hann borinn saman við upphaflega ákæru og því illmögulegt fyrir verjanda að átta sig á hvernig taka á til varna. "Í ákærunni er í mörgum af þessum liðum ekki ákærðir menn sem skattrannsóknarstjóri hefur kært, heldur einhverjir sem skattrannsóknarstjóri kærir bara alls ekki," segir Ragnar Hall.
Dómsmál Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira