Fegin að málinu sé lokið 23. desember 2004 00:01 Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Patreksfirði, segir að fórnarlömb mannsins sem fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær hafi öll fengið aðstoð vegna áfallsins. Yfirheyrslur og rannsókn málsins hafi reynt mikið á og hann sé feginn að málinu sé lokið. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans þar, tekur í sama streng. Fyrrverandi yfirmaður félagsmiðstöðvar á Patreksfirði, sem einnig hafði starfað sem lögreglumaður, fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum. Brotin voru framin á tæplega tveggja ára tímabili og eru sögð hafa haft alvarleg áhrif á sjálfsmynd drengjanna sem litu upp til mannsins, enda hafði hann yfir þeim að segja sem starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar. Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri segir málið hafa reynt á alla. Svona mál reyni alltaf á samfélagið, bæði þar sem þau gerist og landið allt. Hann segir fórnarlömb mannsins og aðstandendur þeirra hafa fengið aðstoð vegna áfallsins hjá opinberum aðilum sem hana veita. Að sögn Guðmundar gengur lífið þó sinn vanagang á Patreksfirði og fólk er bjartsýnt. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans, segir að málið hafi verið áfall fyrir hana persónulega enda maðurinn starfsmaður skólans. Hún segir að reynt hafi verið að bæta andrúmsloftið í skólanum eins og hægt var, t.a.m. með aðstoð frá Barnaverndarstofu, sálfræðingum og félagsráðgjöfum. „Við höfum lagt aðaláherslu á að halda skólastaarfinu í sem eðlilegustu horfi,“ segir Nanna og vonar að með dómnum sé þessu loksins lokið. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Patreksfirði, segir að fórnarlömb mannsins sem fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær hafi öll fengið aðstoð vegna áfallsins. Yfirheyrslur og rannsókn málsins hafi reynt mikið á og hann sé feginn að málinu sé lokið. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans þar, tekur í sama streng. Fyrrverandi yfirmaður félagsmiðstöðvar á Patreksfirði, sem einnig hafði starfað sem lögreglumaður, fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum. Brotin voru framin á tæplega tveggja ára tímabili og eru sögð hafa haft alvarleg áhrif á sjálfsmynd drengjanna sem litu upp til mannsins, enda hafði hann yfir þeim að segja sem starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar. Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri segir málið hafa reynt á alla. Svona mál reyni alltaf á samfélagið, bæði þar sem þau gerist og landið allt. Hann segir fórnarlömb mannsins og aðstandendur þeirra hafa fengið aðstoð vegna áfallsins hjá opinberum aðilum sem hana veita. Að sögn Guðmundar gengur lífið þó sinn vanagang á Patreksfirði og fólk er bjartsýnt. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans, segir að málið hafi verið áfall fyrir hana persónulega enda maðurinn starfsmaður skólans. Hún segir að reynt hafi verið að bæta andrúmsloftið í skólanum eins og hægt var, t.a.m. með aðstoð frá Barnaverndarstofu, sálfræðingum og félagsráðgjöfum. „Við höfum lagt aðaláherslu á að halda skólastaarfinu í sem eðlilegustu horfi,“ segir Nanna og vonar að með dómnum sé þessu loksins lokið.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira