Útgerðin krefur olíufélögin bóta 22. desember 2004 00:01 Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samkvæmt álitinu geti útgerðirnar farið í skaðabótamál telji þær sig geta sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins. Einnig komi þar fram að fordæmi séu fyrir því að svipuð mál hafi verið dæmd að álitum, það er eftir mati á tjóninu. Friðrik segist vona að viðræður við olíufélögin hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þau séu tilbúin til að ljúka málinu með samkomulagi. Það sé ósk útvegsmanna. Ef það gangi ekki verði þeir hins vegar að skoða næsta skref. Útgerðarfélög eru líklega stærsti viðskiptavinur olíufélaganna og hefur LÍÚ um árabil gagnrýnt verðlagningu á skipaolíu og talið verð á henni óeðlilega hátt í samanburði við verð í nágrannalöndunum. Félögin hafa því reynt að knýja fram lækkun, meðal annars með því að versla við norska olíufélagið Statoil. Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs að íslensku olíufélögin þrjú hafi þvingað Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Arngrímsson hefur sagt ljóst að útvegsmenn hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna. Í samtali við Sjónvarpið í haust sagði hann að verðsamráð olíufélaganna eins og það birtist í niðurstöðu samkeppnisráðs virtist á köflum reyfarakennt og sér fyndist málið sorglegt. Olíufélögin þyrftu því að reyna að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum að nýju. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samkvæmt álitinu geti útgerðirnar farið í skaðabótamál telji þær sig geta sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins. Einnig komi þar fram að fordæmi séu fyrir því að svipuð mál hafi verið dæmd að álitum, það er eftir mati á tjóninu. Friðrik segist vona að viðræður við olíufélögin hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þau séu tilbúin til að ljúka málinu með samkomulagi. Það sé ósk útvegsmanna. Ef það gangi ekki verði þeir hins vegar að skoða næsta skref. Útgerðarfélög eru líklega stærsti viðskiptavinur olíufélaganna og hefur LÍÚ um árabil gagnrýnt verðlagningu á skipaolíu og talið verð á henni óeðlilega hátt í samanburði við verð í nágrannalöndunum. Félögin hafa því reynt að knýja fram lækkun, meðal annars með því að versla við norska olíufélagið Statoil. Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs að íslensku olíufélögin þrjú hafi þvingað Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Arngrímsson hefur sagt ljóst að útvegsmenn hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna. Í samtali við Sjónvarpið í haust sagði hann að verðsamráð olíufélaganna eins og það birtist í niðurstöðu samkeppnisráðs virtist á köflum reyfarakennt og sér fyndist málið sorglegt. Olíufélögin þyrftu því að reyna að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum að nýju.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira