Útgerðin krefur olíufélögin bóta 22. desember 2004 00:01 Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samkvæmt álitinu geti útgerðirnar farið í skaðabótamál telji þær sig geta sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins. Einnig komi þar fram að fordæmi séu fyrir því að svipuð mál hafi verið dæmd að álitum, það er eftir mati á tjóninu. Friðrik segist vona að viðræður við olíufélögin hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þau séu tilbúin til að ljúka málinu með samkomulagi. Það sé ósk útvegsmanna. Ef það gangi ekki verði þeir hins vegar að skoða næsta skref. Útgerðarfélög eru líklega stærsti viðskiptavinur olíufélaganna og hefur LÍÚ um árabil gagnrýnt verðlagningu á skipaolíu og talið verð á henni óeðlilega hátt í samanburði við verð í nágrannalöndunum. Félögin hafa því reynt að knýja fram lækkun, meðal annars með því að versla við norska olíufélagið Statoil. Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs að íslensku olíufélögin þrjú hafi þvingað Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Arngrímsson hefur sagt ljóst að útvegsmenn hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna. Í samtali við Sjónvarpið í haust sagði hann að verðsamráð olíufélaganna eins og það birtist í niðurstöðu samkeppnisráðs virtist á köflum reyfarakennt og sér fyndist málið sorglegt. Olíufélögin þyrftu því að reyna að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum að nýju. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samkvæmt álitinu geti útgerðirnar farið í skaðabótamál telji þær sig geta sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins. Einnig komi þar fram að fordæmi séu fyrir því að svipuð mál hafi verið dæmd að álitum, það er eftir mati á tjóninu. Friðrik segist vona að viðræður við olíufélögin hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þau séu tilbúin til að ljúka málinu með samkomulagi. Það sé ósk útvegsmanna. Ef það gangi ekki verði þeir hins vegar að skoða næsta skref. Útgerðarfélög eru líklega stærsti viðskiptavinur olíufélaganna og hefur LÍÚ um árabil gagnrýnt verðlagningu á skipaolíu og talið verð á henni óeðlilega hátt í samanburði við verð í nágrannalöndunum. Félögin hafa því reynt að knýja fram lækkun, meðal annars með því að versla við norska olíufélagið Statoil. Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs að íslensku olíufélögin þrjú hafi þvingað Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Arngrímsson hefur sagt ljóst að útvegsmenn hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna. Í samtali við Sjónvarpið í haust sagði hann að verðsamráð olíufélaganna eins og það birtist í niðurstöðu samkeppnisráðs virtist á köflum reyfarakennt og sér fyndist málið sorglegt. Olíufélögin þyrftu því að reyna að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum að nýju.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira